Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1931, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.07.1931, Blaðsíða 30
220 séra Sigurðar eru. H'efir frú Ingibjörg haft frábært lag á þvi, að láta allan barnahópinn njóta hinnar sömu móðurlegu umhyggju og sama ástríkis, eins og þau væru öll hennar eigin börn. Er þetta vitanlega ekki eins dæmi. Ýmsum öðrum góðurn konum hefir tekist eitthvað svipað, þar sem ástæður hafa verið svipaðar eða þær sömu. En þar sem stj úpmóðurstaöan er rækt svo vel, þvert ofan í hinn gamla almannaróm, þá verður þetta góð fyrir- mynd, og ágæt til eftirbreytni fyrir aðrar konur, er taka kynnu að sér skylda ábyrgðarstöðu. Samhygð mjög hjartanleg og frábærlega almenn, með þeim séra Sigurði, frú hans og fjölskyldu þeirra, kom fram við þetta óvænta sorgar-tilfelli. Mintust margir á það í minni áheyrn og allir á einn veg. Allir söknuðu innilega hinnar burtförnu ungu meyjar. Sorg foreldranna og systkinanna varð urn leið sorg allra þeirra mörgu og góðu vina. Jarðarförin fór fram frá kirkju Gimlisafnaðar þ. 7. júlí. Afar fjölmenni viðstatt. Útförinni stýrði A. S. Bardal útfarar- stjóri og var allur útbúnaður af hans hendi hinn prýðilegasti. Séra Jónas A. Sigurðsson og sá er línur þessar ritar töluðu í kirkjunni. Sigurður Skagfield söngvari söng þar einsöng, en Gunnar Erlends- son spilaði undir. Mrs. H. Benson, organisti Gimlisafnaðar, lék á orgelið, en söngfólkið var bæði frá Gimli og Árborg. Friðsæll blær og fagur hvíldi yfir athöfninni.—Jóh. B. Lúterskur kirkjuhöfðingi prédikar í útvarp Ameríkumanna I The National Broadcasting Company hefir boðið dr. Fred- erick H. Knubel, hinum þjóðkunna forseta UnitecL Lutheran Church in America, að prédika fyrir þetta aðal útvarpsfélag í Ameriku kl. 4-5, e. h. (Eastern Standard Daylight Saving), á hverjum sunnudegi frá 16. ágúst til ix. október. Hefir dr. Knubel þegið boðið.— Á siðari árum hefir dr. S. Parks Cadman, nafntogaður kenni- maður, gert þessa guðsþjónustustund víðfræga meðal Vestur- heimsmanna. The National Broadcasting Company er í sambandi við 40-50 radió-stöðvar í öllum stórborgum álfunnar frá^hafi til hafs. Auk þess ná sambönd þess til skipa og raunar til radió-stöðva um heim allan.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.