Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1931, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.07.1931, Blaðsíða 7
197 Tveir seinni þingdagarnir byrjuðu einnig meÖ sérstökum guÖsþjónustum. Séra N. S. Thorláksson stýrði hinni fyrri og flutti stutta prédikun um erlent trúboð. Séra J. A. SigurÖsson stýrÖi hinni síðari og var umtalsefni hans “Þröngir vegir.” Trúmálafundur þingsins var haldinn á fimtudagskveldið. Umræðuefni: “Aðferðir til að vekja áhuga fyrir kirkjulegu starfi.” Málshefjandi séra Egill H. Fáfnis. Verður erindi hans birt í Sameiningunni. Voru umræðurnar hinar uppbyggilegustu og tóku allmargir til máls. Tveir fyrirlestrar voru fluttir. Á föstudagskveldið flutti dr. Björn B. Jónsson fyrirlestur, er hann nefndi “Þörfin að af- kvista.” Hefir hann þegar verið birtur í Sameiningunni. Urðu um hann nokkrar umræður. Duldist ekki að mjög voru skiftar skoðanir um ýmislegt í erindi þessu, þó allir mettu hve myndar- legt það var og sköruglega flutt. Mjög hófstilt voru mótmælin er komu fram, en þó af fullri alvöru. Kemur erindið víða við og gefur tilefni til alvarlegrar íhugunar. Mér finst það þroskamerki að umræður um vandamál, sem ágreiningi valda, eru hjá oss nú lausari við persónulegan blæ en oft áður, þó full sannfæring fylgi. Á þeim grundvelli geta umræður komið að fylstu gagni. Mæli eg með því, að menn beri saman til athugunar ummæli í ritgerð eftir dr. Mackay í þessu tölublaði Sameiningarinnar um kristilega skóla og þörf á þeim, og niðurstöðu þessa fyrirlesturs. Við al- hliða íhugun græða öll mikilvæg málefni. Þannig afkvista menn hvor hjá öðrum, en muna þó að fleira ræður heilbrigði en afkvist- un ein. Tel eg því að þessi snjalla hugvekja dr. Björns muni gera mikið gagn, bæði vegna þess að hún vekur athygli á mörgu, sem kirkjan þarf að vera á verði gegn, en líka vegna þess, að hún mun skýra í hugum margra jafnvel þau atriði, sem þeir ekki eru fyrirlesaranum sammála um.—Á laugardagskveldið flutti séra G. Guttormsson fyrirlestur um “Niðurrif lögmálsins” í Vídalíns- kirkju. Ekki gafst þá neinn tími fyrir almennar umræður, því þingfundur var haldinn á eftir og stóð frarn yfir miðnætti. Verður þetta erindi einnig birt í Sameiningunni. Engin ný mál komu fram á kirkjuþingi. Alls voru átta mál á dagskrá. Skal vikið að þeim hér nokkuð, en þó ekki í röð. Hagur Betel stóð í blóma eins og áður. Jóns Bjcirnasonar skóli taldi 82 nemendur á liðnu ári og tekjuhalli aðeins um $400.00. Skal hér ekki vikiö frekar að því máli, heldur vitnað í sérstaka ritgerð um það. Sunnudagaskólarnir voru ræddir af áhuga, og kom þar fram að við eigum þar orðið að mestu fulla samleið með hérlendri kirkju og notum hjálparrit ensk-lútersk líka þar sem kensla er á íslenzku. Bent var á þörfina að einangra sig ekki í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.