Sameiningin - 01.07.1931, Blaðsíða 16
206
Arsskýrsla forseta 1931
Þegar vér komum saman á kirkjuþingi fyrir ári síðan, var
það alment álitið, að fjárkreppa sú, er þá í meir en hálft ár
hafði Jamað alt viðskiftalíf hér í álfu og í flestum öðrum lönd-
um, hlyti von bráðar að taka enda. Því var alment haldið fram,
að ástandið ekki gæti versnað, o'g sú skoðun átti jafnvel
megin-þátt í því að ráða úrslitum í alþjóðar kosningum um það
leyti. Nú sjáum vér, hvílík skammsýni þetta var, því síðan
hefir ástandið vitanlega hríðversnað, án þess að nokkur glögg
merki séu til þess, að farginu létti af. Vekur þetta áfram-
hald erfiðleika hinar ólíkustu hugarstefnur. Von og vonleysi,
bjartsýni og svartsýni skiftast á að hertaka hugina. Er þetta
ekki nefnt hér, til þess að fella á það nokkurn dóm eða til þess
að gera upp á milli þeirra, sem svo ólíkt hugsa. Mundi tilraun
til þess einungis leiða í ljós skammsýni vora á ný og.vanmátt
vorn að lesa úr táknum tímans. En hvernig sem skynsemi
manns og þekking leiðir til að :líta á horfurnar, á kristindóm-
urinn að leggja til hið rétta jafnvægi í hugsun og tilfinningu.
Það er misskilningur að álíta, að kristin trú og lífsskoðun láti
sig engu skifta ástæður hins jarðneska lífs. Þvert á móti
latur hún ekkert mannlegt vera sér óviðkomandi. Og hún
míðar að því, að leiðrétta alt hið öfuga og óheilbrigða í mann-
legu lífi, eftir sinni sérstöku leið. Hún kennir mönnum ekki
einungis að þola og bera, heldur líka leggur hún til það afl og
þau áhrif, sem leysir fjötrana og stefnir í betra horf. Án þess
að kenna mönnum að sætta sig við hið óheilbrigða, eins og t. d.
það, að samtímis líður heimurinn af hungursneyð og skorti
og þeim vandkvæðum, er stafa af of miklum hirgðum, kennir
hún þá þollund, sem hvílir á sársauka út af ástandinu, sem
er samfara trygð við þá hugsjón, sem lýsir til hins betra.
Ástæðurnar, sem nú eru fyrir hendi, hljóta að hafa sín
áhrif á það yfirlit, sem hér verður gefið yfir líf og starf vors
kristilega félagskapar á liðnu ári. Svo nátengt er hið ver-
aldlega og andlega. En ekkert, sem komið hefir fyrir, eða
komið getur fyrir, getur annað en lagt frekari áherzlu á verð-
mæti þess anda og þeirra áhrifa, sem við kristindóminn eru
tengd. Kristindómurinn kennir mönnum að lifa innan um
ástæður þessa jarðneska lífs, sem svo mjög standa til bóta,
án þess að æðrast, og að sýna trú sína á mátt hans til að end-
urskapa mannlífið með ræktarsemi við líf hans og hugsjónir,
hvernig sem horfa kann við í bili. Kenni ^rfiðleikarnir okk-
ur þetta að einhverju leyti betur en áður, hafa þeir ekki verið
ófyrirsynju, hvað okkur snertir. Og það er ekki tilviljun ein,