Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1931, Side 9

Sameiningin - 01.07.1931, Side 9
Tvö mál ber enn aS nefna. Heiðingjatrúboð er hiÖ fyrra. Trúboðinn séra S. O. Thorláksson og fjölskylda hans eru nú á leiðinni til Ameríku eftir sex ára samfleytt starf í Japan aÖ þessu sinni. Liggur leiÖ þeirra nú um Norðurálfuna og alla leið til íslands. Má treysta á góðan árangur af þeirri heimsókn. Svo væntum vér að njóta góðs af dvöl þeirra hér í álfu. Kirkjufél- agið styrkir starf séra Octavíusar með $1,200 á næsta ári eins og að undanförnu, en tekur að sér að safna aðeins $600. Það sem á vantar verður greitt úr sjóði. Ekkert undanhald því í málinu, þó í bili sé tekiS tillit til árferðis. Málinu um samband við önnur lútersk kirkjufélög var frest- að til næsta kirkjuþings til frekari undirbúnings. Menn minnast samþyktar kirkjuþingsins í þessu máli í fyrra, er það lýsti yfir því áliti, “að nú sé kominn tími til að kirkjufélag vort fari að bindast ákveðnari félagsböndum við einhverja lúterska kirkju- lega heild, og þá sennilega helzt United Lutheran Church in America.” Ekkert var hróflað við þessu áliti, þó kunnugt sé að mótspyrna er til gegn því að ganga inn í þessa heild. Bæði fylgj- endur og andmælendur málsins ámintir um að forðast ofurkapp og yfirlýsingar um að afstaða þeirra sé óbreytanleg, heldur leit- ast við að skoða með stillingu allar hliðar málsins til undirbún- ings undir sanngjörn úrslit, sem allir megi vel við una. Til þess þekking á málinu aukist, vil eg mælast til þess, að söfnuðir og einstaklingar, sem að málinu standa, beini fyrirspurnum ákveðnum því viðvíkjandi til manna, er þeir bera tiltrú til er svo opinberlega leysi úr þeim. Kæmu þá gjarnan fram svör frá fleiri en einu sjónarsviði, er líkleg væru til að útskýra málið. Eg hefi til dæmis orðið var við þann skilning, að með því að ganga inn í U.L.C.A. muni kirkjufélagið tapa sjálfstæði sínu, íslenzkan fara forgörðum og álögur verða óbærilegar. Elinnig hefi eg orðið var við þann skilning, að ef vér neitum að ganga inn, muni sú einangrunarstefna hafa það í för með sér, að með hverju ári verði erfiðara að fá unga menn hér uppalda að taka að sér prestskap hjá oss. Þeir muni allir drekka í sig þann anda, að vér þurfum og eigum að láta okkur skiljast að lifandi samband við kristni þessa lands sé jafn sjálfsagt eins og það að slíta sig ekki úr borgara- legu sambandi við lieildina hér. Sé þessu ekki gaumur gefinn, muni það fjarlægja þessa ungu menn frá oss og valda oss óbætanlegu tjóni. Einnig hefi eg orðið var við þann skilning, að þetta mál hvíli aðallega á því, að prestarnir verði aðnjótandi eftirlauna, ef inn i U.L.C.A. sé gengið. Þegar það er þannig framsett, vekur það gjarnan fordóm gegn þessari eigingirni prest- anna. En þá er einnig að athuga, að við og við falla frá alls-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.