Sameiningin - 01.07.1931, Page 14
204
Hin stórvægilega bylting er óhjákvæmilega á sér stað á vaxt-
arárum yngri lærisveina, útheimtir stöðuga hluttekning og hjástoð
karla og kvenna, sem sjálfir eru sérfræðingar hvað andlegt líf
snertir. Og ]?essa leiðsögu geta ekki ríkis háskólar gefið eins og
fyrirkomulagi þeirra er nú fariö.
\éor brýnasta þörf, er varðar meiru en alt annað, er kristin-
dóms kensla, er tengir allar vorar margvíslegu lærdómsgreinir við
lífið í Guði. Slík kensla gæfi öllu öðru námi þýðing og tilgang.
Vísindamaðurinn sæi sína sérfræði sem einn þátt í hinni yfir-
gripsmiklu þekking, er túlkar Guð og leiðir hans lífsþroska til
mannsins. Sá, er legði stund á bókmentir, myndi finna í sögu
mannsins alda gamla leit eftir æðri og fyllri sjálfstilveru, og hann
myndi bera allan auS alls lærdóms og leggja hann sem fórn við
fætur hans, sem er alstaðar nálæg uppspretta lífsins og þekkingar
á lífinu, og lotning og tilbeiðsla myndi aftur eiga dvöl á jörðunni.
Kirkjan á sín eigin verksvið sem samfélag þeirra, er smám
sarnan eignast Krist-lífið, sem bænaskóli og sameiginleg Guðs-
dýrkun, þar sem þau djúp sálarlífsins eru snortin, er liggja bæði
neðar og ofar en þau svið, er þekkingin nær til, og þar sem ógn
og lotning fæðast. Kirkjan birtir einnig líf fyllra og virkilegra
en það líf er veröldin býður. Auk þess fer kirkjan með það
umboð er leggur máttuga, græðandi hönd á mannlegan breysk-
leika og mannlega synd.
. En háskólinn hefir einnig sitt hlutverk. Það er ekki fyrir
kirkjuna að leggja á þá stofnun refsandi hönd né hömlur á leit
hennar eftir sannleikanum. Það er fremur kirkjunnar, að veita
þeim sem kenna og hinum sem læra af hennar eigin auði og auðg-
andi þekking á Guði. Háskólanum heyrir til það hlutverk að
lesa saman, skýra og lýsa yfir hinum margfalda vitnisburð um
Guð í öflum náttúrunnar og í lífi mannanna, og tengja þá alla
hinu dýpra og helgara lífi kirkjunnar í Guði. Þannig mun há-
skólinn fást við alheiminn sem heild, en ekki sem einangruð,
óskyld þekkingarbrot, meðan kirkjan hagnýtir sitt þejkkingar
forða-búr til að auðga sína eigin sívaxandi andlegu reynslu.
Allur heimurinn leitar með ákefð að ávöxtum af vísindum
og upplýsing samtíðarinnar. Að gefa heiminum mentun án
kristindóms er eyðileggingarstarf. Það er hið fyrsta ætlunarverk
kirkjunnar, að ná á þann hátt til hinna svonefndu kristnu þjóða,
að öll vor mentun megi verða kristileg mentun, er stöðugt leiði
á hærri svið, til æðra lífs í Guði. Þegar slík mentun er svo flutt
út til heiðinna þjóða, mun hún bera þeim vitni um það sem mikið
er í menning vorri, og leysa úr læðingi það' sem gott er í fari
heiðinna manna og þannig auðga framtíðina.