Sameiningin - 01.07.1931, Qupperneq 17
207
að í mestu vandkvæðum lífsins hefir gildi kristindómsins
bezt komið í ljós hjá þeim, sem annað og meira hafa átt, en
vara-kristindóm. En erfiðleikarnir sálda einnig kirkju og
kristni og leiða í Ijós hvað hjá okkur hefir verið hismi og
hálmur, ef vér eigum glöggskygni til að lesa úr. Það ætti
okkur ætíð að vera þörf og holl reynsla.
Safnaðaskrá vor mun vera hin sama og á síðasta kirkju-
þingi, að því undanskildu, að Lúters söfnuður í Mozart, hefir
sagt sig úr kirkjufélaginu o’g sameinast Mozart söfnuði í sömu
bygð og stendur hinn sameinaði söfnuður óháður nokkru
kirkjufélagi, og telur því kirkjufélagið nú 54 söfnuði. Skýrsla
skrifara mun gera gleggri grein fyrir því. Flestir hafa notið
einhverrar þjónustu á árinu, en þó munu skýrslurnar leiða í
ljós, að jafnaðar-þjónusta hefir minkað að mun. Þeirri reglu
hefir verið fylfet, að strika ekki nöfn af safnaðaskrá kirkjufé-
lagsins, fyr en í síðustu lög.
Tvær kirkjur hafa verið vígðar á árinu. Sunnudaginn
þann 13. júlí vígði forseti kirkju Herðubreiðar safnaðar að
Langruth, með aðstoð heimaprestsins. Er það vandað hús og
vistlegt, og hefir söfnuðurinn unnið hið mesta þrekvirki í að
koma því upp þvínær skuldlaust. Virtist mér, að safnaðar-
starfsemin öll mundi ganga þar mjög vel eftir ástæðum. Er
þar vel ræktur sunnudagsskóli o'g öflugt kvenfélag.
Á trínitatis hátíð, þann 31. maí síðastl., var vígð kirkja
Halgrímssafnaðar í Seattle, að lokinni mikilli aðgerð og um-
bótum, bæði að utan og innan. Eins og kunnugt er, keypti
söfnuðurinn kirkju þessa af Meþódistum fyrir nokkrum ár-
um, en nú fyrst, er hún var endurnýjuð, fór fram vígsla.
Vígsludaginn voru guðsþjónustur bæði á ensku og íslenzku,
og var forseti við þetta tækifæri aðstoðaður af séra John H.
Groth, iPh. D., kennara við ríkisháskólann í Washington og
við lúterska prestaskólann í Seattle, séra Carl J. Olson og séra
Erlingi Olafson. Lagði söfnuðurinn mikið á sig, til að koma
þessu í framkvæmd, ibæði með því sem gefið var á meðan á
þessu stóð og með því að bindast loforðum yfir fimm ára skeið,
er að mestu standa straum af þeirri skuld, er nú hvílir á hon-
um og nemur $3,300.00. Altari, prédikunarstóll og “lecturn”
er smíðað af meðlimum safnaðarins úr mahóní frá Philipp-
ine-eyjum, og er hin vandaðasta smíði. Vei'kið gefið og einn-
i'g mest af efninu í þessa muni. Aðrar sérstakar gjafir marg-
ar. Er nú kirkjan veglegt Guð hús, vel fallið til notkunar
jafnvel í stórborg. Nefnir söfnuðurinn nú kirkju sina
“Calvary Lutheran Church.”
Stórt skarð hefir verið höggvið í prestatal kirkjufélags-
ins á liðnu ári. Á síðasta kirkjuþingi var það kunnugt, að 1.