Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1931, Page 19

Sameiningin - 01.07.1931, Page 19
209 Seminary í prestslegri guðfræði (Pastoral Theology) og nýja testamentis skýringu. í april í vor sendu söfnuðir vorir í Blaine og Pt. Roberts, ásamt ensk-lúterskum söfnuði í Bellin'gham, Wash., séra Valdi- mar J. Eylands köllun. Tilheyrir söfnuðurinn í Bellingham U.L.C.A. Hefir séra Valdimar tekið þeirri köllun og mun flytja vestur bráðlega. Er það gleðiefni, að fólk vort fær þannig að njóta hans góðu krafta meir en verið hefir um hríð. Séra Egill H. Fáfnis, er vígður var til prests á síðasta kirkjuþingi voru, tók við þjónustu í Ai’gyle í byrjun október- mánaðar. Yfir sumarið starfaði hann hjá Melanktonssöfnuði. Var hann settur inn í embætti af vara-forseta kirkjufélagsins, séra Rúnólfi Marteinssyni. Fer Igóður orðrómur af starfi hans og hafa þrjú ungmennafélög verið stofnuð þar í sókn- inni síðan. í fyrra sumar þjónaði Erlingur K. Ólafson, guðfræðanemi, söfnuðunum í Blaine og Pt. Roberts. Yfir veturinn stundaði hann nám við Pacific Theological Seminary í Seattle og lauk þar guðfræðaprófi í vor. Samhliða náminu heimsótti hann söfnuðina, er hann þjónaði yfir sumarið, tvisvar í mánuði og flutti guðsþjónustur. Hafði það verið innileg ósk mín og von, að hann fengi köllun innan kirkjufélags vors og að hann yrði vígður til prests á þessu þingi. En er ástæður virtust hindra, að nokkur slík köllun bærist honum, tók hann köllun frá Juneau, Alaska. Hafði hann þá heldur ekki ráð á því, að koma á þetta þing — á æskustöðvar sínar — til vígslu. Fór vígsla hans fram í Seattle þann 28. maí og er hann nú þegar tekinn við starfi í Juneau. Un’gur og efnilegur námsmaður, hr. Jóhann Friðriksson, hefir undanfarin ár, upp á eigin býti, verið að keppa að því takmarki, að geta orðið kennimaður kirkjunnar. Á síðastl. vetri, er hann var við nám við Concordia College í Moorhead, Minn., varð hann fyrir langvarandi veikindum og sjúkra- hússvist. Nú er hann aftur kominn til allgóðrar heilsu og heldur enn við áform sitt að gerast kennimaður, ef þess er nokkur kostur. í prestaskorti þeim, sem hjá okkur er, þyrftu kraftar hans að notast. Vonandi verður hann á kirkjuþingi. Æskilegast hefði verið, að hann hefði getað starfað hjá oss í sumar og haldið svo áfram námi í haust. Maður þessi er búinn að ná þeim þroska, sem til þess þarf að verða vel hæfur starfsmaður. Prestarnir, sem ekki hafa verið nefndir, hafa haldið áfram starfi á sömu sviðum o!g áður. Verður ýmsra þeirra minst í sambandi við sérsök starfsmál kirkjufélagsins. Heimatrúboð. — Framkvæmdarnefndin hefir leitast við, að framfylgja ráðstöfunum síðasta kirkjuþings eftir því, sem

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.