Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1931, Page 23

Sameiningin - 01.07.1931, Page 23
213 Undir útgáfumál heyrir “Sam.” sérstaklega og útgáfa Gjörðabókar. Hér hefir aðeins verið hreyft við málum. Þau krefjast umhugsunar og meðferðar frá ykkar hálfu, háttvirtu kirkju- þingsmenn, þannig, að allir leggi si!g fram af heilum hug. Áhugi, bróðurhugur og traust til Guðs liggja til grundvallar réttri meðferð málanna. Guð gefi, að þetta kirkjuþing megi í sannleika verða málefni Guðs ríkis til eflingar. K. K. Ólafson. Kirkj a Herðubreiðar-söfnaðar í Langrutb, Man. Verk var hafið við hana sumarið 1929, en í júlí 1930 var hún vígð af forseta kirkjufélagsins, séra Kristni K. Ólafson með aðstoð sóknarprestsins, séra Hjartar J. Leo. Húsið var þá nokkurnveginn fullgert, þó ýms tæki vantaði í hana. Sumt af því hefir komið síðan og má þar nefna sérstakar gjafir ein- staklinga. fvar Jónasson og dóttir hans, Mrs. Thordarson, gáfu skírnarfont; Mr. og Mrs. Ólafur Egilson gáfu tvo gasolíu lampa; og Mr. og Mrs. Jón Halldórson, ásamt Mrs. Lilju Alfred, gáfu kertastjaka á altarið.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.