Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1931, Síða 24

Sameiningin - 01.07.1931, Síða 24
214 Kirkjan stendur á fallegum staS í Langruth-bæ og er veru- lega snoturt hús úti og inni. Hún er máluÖ hvít að utan og er með forkirkju og lágum turni. Inni í henni eru, auk þess sem getið var, stæðilegir bekkir, söngpallur, prédikunarstóll og altari. Altarið er ekki fullgert, vantar bak, en sem komið er. Dálítill kjallari er fyrir hitavél. Iiún rúmar um 200 manns. Alls mun kirkjan hafa kostað, með því sem i henni er, um $5,000 og hvílir nú $600 skuld á henni. Hefir safnaðarfólk, ásamt fleirum, verið samtaka í því að koma upp þessu guðshúsi og búa ]?að út sem bezt. Dýsir það áhuga og góðfúsum vilja, enda þykir bygðarfólkinu vænt um kirkjuna sína. Ivvenfélagið þar hefir átt mikinn og góðan hlut að máli, lagt fram nokkur hundruð dala fyrir sæti, prédikunarstól, altari og fleira. Margar hendur vinna létt verk. Þannig hefir það verið í þessu máli, og sami sannleikurinn á heima um öll okkar málefni. Fólkið á þessum stöðvum hefir mikinn áhuga fyrir kristilegu starfi. Þar er góður söngflokkur og góSur sunnudagaskóli, og Jæssi kirkja er ein af mjög fáum sem boðið hefir til sín þingí Hins sameinaSa kvenfélags í kirkjufélagi voru. Vel hefði farið á því á þessu stigi máls að segja sögu safn- aðarins, en sá sem þetta ritar hefir ekki til þess nauðsynleg skil- yrði. Djúp sorg er kveðin að söfnuðinum með dauða sóknar- prestsins, séra Fljartar. Blessun Drottins hvíli ávalt yfir guðshúsi Herðubreiðar- safnaðar. Fimtíu ára afmæli Argyle-bygðar 1881—1931 Laugardaginn þann 4. júlí átti hátíðahaldið að byrja. Undir- búningur hafði verið mikill frá hálfu nefndar þeirrar, er fyrir hátíðinni stóð. Öllu var lokið, sem hægt var að gera til viðbún- aðar. Nú varð að bíða næsta morguns til þess að leggja síðustu hönd á alt og flytja að föng. Eftir því sem leið á föstudaginn fjölgaði aðkomugestum í bygðinni. Fllaðnir fólksbílar streymdu að úr öðrum bygðum og frá Winnipeg. Var þetta að miklu leyti pílagrímsför þeirra, er áður höfðu verið* búsettir í Argyle til æskustöðva og uppáhaldsbygðar, þó margir aðrir slæddust með í förina. Nóg var húsrúm og hjartarúm, og með íslenzkri risnu

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.