Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1931, Qupperneq 25

Sameiningin - 01.07.1931, Qupperneq 25
215 sem fremur hefir aukist en úrkynjast í Argyle, var tekið á móti öll- um er að garði báru og þeim veittur samastaður á hinum fögru heimilum byg'Sarinnar. Enn var von á nýjum fólksstraum næsta morgun, þeirra, er biðu síðustu stundar, en ætluðu þó að ná í byrjun hátíðahaldsins í kirkjunni á Grund kl. io f. h. Alt beið þess að fortjald næturinnar yrði dregið frá og hátíöahaldið kæmi fram á sjónarsviðið. En það var eftirvænting eftir fleiru en hátíðinni í Argyle um J>essar mundir. Óvenjulegur þurkur og hiti hafði gengið þar und- anfarandi eins og víðar á þessu sumri. Jarðargróður allur hafði liðið þar mikið og horfur með uppskeru og fóður þvi mjög slæmar. Allir þráðu regn, þó ekki gæti það bætt nema að nokkru leyti úr skaða þeim sem orðinn var. Það voru því ekki tóm vonbrigði þegar steypiregn gekk jdir bygðina laugardaginn allan, sem aðalhátíðin átti að standa. Varð það úr að því var öllu frestað, sem þá átti að fara fram. Á sunnudaginn var bjart veður og þægilegt. Kl. 12 á há- degi fór frarn hátíðar guðsþjónastan í kirkjunni á Grund, sem lengi var eina kirkja bygðarinnar. Þótt kirkjan sé stór og þétt væri skipað, fékk hún ekki rúmaS hinn mikla mannfjölda. Sam- einaðir söngflokkar allra safnaðanna undir stjórn hr. Byrnjólfs Thorlákssonar, prýddu guðsþjónustuna dásamlegum hátíðasöng. Heimapresturinn, séra Egill H. Fáfnis, stjórnaði athöfninni, en auk hans tóku sex aðkomuprestar þátt í guðsþjónustunni (J. A. S.; N. S. Th.; B. B. J.; H. S.; S. S. C.; og Iv. K. Ó.) Hinn síðast- taldi flutti hátíðarprédikun út af þessum orðum í sextánda sálmi Davíðs: “Mér féllu að erfðahlut inndælir staðir, og arfleifð mín líkar mér vel.’’ Helgi staðs og stundar hreif auðsjáanlega fjöld- ann og jók greinilega áhrif guðsþjónustunnar. Á sunnudagskveldið kl. 8 fór fram samsöngur sá, er áður hafði verið auglýstur á laugardagskveldið. Tóku þátt tveir söng- flokkar undir stjórn hr. Brynjólfs Thorlákssonar. Annað var unglingakór en hitt sami flokkur og við hádegisguðsþjónustuna. Kom það nú fram sem oft áður að bygðin á ágæta söngkrafta, sem nutu sín sérstaklega vel við þetta tækifæri. Frú J. Stefánsson frá Winnipeg söng tvo flokka af söngvum, flesta íslenzka, af venjulegri snild. Ungfrú Agnes Davidson lék undir á píanó, auk þess að leggja til sjálfstætt píanóspil. Er hún alveg sérstaklega listhæf. Hinir alkunnu söngmenn Pétur Magnus og O. Anderson, er lengi og vel hafa staðið fyrir söng Argyle-bygðar, leystu af hendi hlutverk i kórsöngnum, sem alla heilluðu. Hepnaðist sam- söngur þessi því að öllu leyti hið bezta, var bygðinni og öllum hlutaðeigendum til sóma og öllum áheyrendum til mikillar ánægju.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.