Sameiningin - 01.07.1931, Side 27
217
Jóns Bjarnasonar skóli heldur
áfram átarfi
Eins og kunnugt er, varð talsverður ágreiningur á nýafstöðnu
kirkjuþingi viðvíkjandi Jóns Bjarnasonar skóla. Aðal ágrein-
ingsefnið var viðvíkjandi því, hvort safna skyldi fé til skólans með
því móti að leggja á söfnuðina hlutfallslegar upphæðir af reksturs-
fé því, sem við þarf, eða reiða sig algerlega á frjáls framlög.
Mjög ákveðin mótspyrna kom frarn gegn skyldugjaldi á söfnuð-
ina í þarfir skólans, ekki einungis frá þeim, sem litla trú hafa á
skólanum, heldur líka frá ákveðnum meðmælendum hans. Var
mótspyrnan svo ákveðin, að í flestum tilfellum rnyndi hún hafa
ráðið atkvæðum hlutaðeigenda um það, hvort skólinn skyldi halda
áfram eða ekki. Út af því var borin fram sú tillaga í þinginu,
er réði úrslitum. Hefir hún þegar verið birt almenningi, en skal
hér endurtekin:
“Að skólaráðinu sé leyft að halda áfram skólanum annað ár,
ef það, ásanrt öðrurn vinum skólans, treystir sér til að standa
straum af fjárhag skólans, með frjálsum samskotum.”
Var þessi tillaga samþykt í einu hljóði og um leið lagt í hend-
ur skólaráðsins, að ráða úrslitum málsins.
Dylst víst engum, að þannig var mikil ábyrgð lögð skólaráðinu
á herðar. Því var trúað fyrir miklu vandamáli og það skilyrði
sett, að með frjálsum samskotum einum skyldi reksturskostnaði
skólans borgið, að svo miklu leyti, sem hann væri borinn af al-
menningi, ef skólinn héldi áfrarn.
Þann 6. og 7. júlí hélt skólaráðið fund til að ráða málinu til
lykta. Tók það málið til hinnar ítarlegustu og alvarlegustu íhug-
unar. Það leit á sögu skólans. Að hann var stofnaður fyrir til-
stilli vors ágætasta manns, dr. Jóns Bjarnasonar, var nefndur eftir
honum, til að heiðra minningu hans og styðja þær hugsjónir, sem
honum voru hjartfólgnastar—kristindóm og viðhald íslenzkrar
tungu og menningar; að hann hefir verið rekinn í átján ár og
að mestu leyti verið ræktur fjárhagslega af frjálsum samskotum,
að hann hefir unnið sér vaxandi álit hjá mentamáladeild Manitoba-
fylkis og þeim almenningi, er starfs hans hefir notið, fyrir að skila
nemendum sínum undir próf betur undirbúnum en aðrir skólar
alment, og það, sem mest er um vert, að kristileg áhrif skólans og
fræðsla hafa notið sín greinilega í skólalífinu, og íslenzku kenslan
verið rækt með alúð og góðum árangri; og síðastl. ár fór bæði að-