Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1932, Qupperneq 9

Sameiningin - 01.03.1932, Qupperneq 9
7l dag krefst kirkjuvaldið kaþólska takmarkalausrar hlýðni allra trúaðra fyrir þá sök, að rómversk-kaþólsk kirkja sé félag, sem “lögbundið” er af Kristi, enda sé páfinn jarl Krists á jörðunni. Á Kristur fyrst að hafa fengið Pétri jarlsdæmið í hendur, og þaðan hafi það gengið rétta boðleið til biskupsins í Róm, svo með handa yfirlegging frá einum páfa til annars, að sinu leyti eins og ríkiserfðir konunga, enda hvorttveggja á sömu bók lært, bók miðalda-kúgunarinnar og lýginnar, þá ríkishöfðinginn var “konungur af Guðs náð,” og kirkjuhöfðinginn “páfi af Guðs náð,” þó einatt væri hvorirtveggja fremur persónugerfingar djöfullegrár grimdar en guðlegs réttlætis. Með siðbótinni hófst uppreist gegn þessu ægilega “lög- bundna” kirkjuríki. Dýrt er oss keypt það frelsi, er vér höfum erft, og til háðungar og dómsáfellis verður oss það, ef vér glötum því i nýrri lögbands og bókstafs þoku. í þessari frelsis baráttu létu margir vitrustu og sönnustu lærisveinar Krists líf sitt. Á ítalíu brendu þeir guðsmanninn Savonarola í forgarði Vecchio- hallarinnar. Á Skotlandi brendu þeir Hamilton við kirkju hins heilaga Andrésar. Knox gerðu þeir að galeiðu þræl á Frakk- landi um mörg ár, og læriföður hans Wishart brendu þeir á báli. Á Englandi grófu þeir upp bein Wvcliffs og brendu þau. Frith brendu þeir lifandi; Tyndale hengdu þeir ljæði og brendu; Cran- mer, Ridley, Latimer og Rogers brendu þeir alla; að ógleymdu þíslarvætti Jóhanns Huss í Bæheimi. Lengi var Lúter að átta sig á. því, að þetta hið “lögbundna” kirkjufélag var alls ekki fyrirskipað af Kristi. Þá fyrst, er honum varð það ljóst, fékk hann djörfung til að rísa á móti því, með þeim árangri, að hvar sem andi hans ríkir hafa samvizkur manna frjálsræði til þess, að haga hinu ytra skipulagi trúarlegs sam- félags eftir þörfum tímans og því, er fullnægir bezt á hverjum stað trúarvitund kristinna manna með leiðsögn heilags anda. Með íslenzkri þjóð hefir enginn maður haft næmari sjón á þessum mikilvægu sannindum Nýja testamentisins og Siðbótar- innar, heldur en séra Jón Bjarnason. Sumum fanst hann um eitt skeið, að minsta kosti, ganga fulllangt í þeirri kröfu, að öll kirkju- stjórn væri frjáls og skipulagið ólögbundið. Lýðræðisstefnu í þjóðmálum og sjálfsstjórn í kirkjumálum fylgdi sá göfugi leið- togi af öllu hjarta. Hnda vildi hann að söfnuðir vorir væru, meðan þeir lifðu, frjálsir og óháðir. Ekkert verakllegt ríki stofnaði Kristur. Eikkert félagslegt skipulag hefir hann “lögbundið.” Margur sannur lærisveinn Jesú stendur jafnvel ekki í neinum safnaðar-félagsskap, þó það ættu allir

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.