Sameiningin - 01.03.1932, Side 15
77
tíðkaðist á því æðra tilverustigi, sem hann nefndi Guðsríki. En
líða hafa þurft allar þessar nitján aldir, áður en mennirnir áttuðu
sig á því, að samkepnishyggjan, sem ríkt hefir alt frá fortíð
mannsins í dýraríkinu fram á þenna dag, er nú komin í mát. Verð-
ur hugnæmt að vita, að hverju mennirnir snúa sér nú.
Nokkur merki má þess sjá, að marga fýsi nú að fara að sækja
samlyndis kirkju bræðranna, hætta að girða umhverfis akurbletti
sína, og jafnvel bera korn af sinum akri inn á akur bróður síns.
Víst er það, að hvar sem vitrir menn nú ræða eður rita um
mannfélagsmálin, er sömu úrlausn hampað. Þeim kemur öllum
saman um það í orði kveðnu, að nú veröi að breyta til, nú verði
þjóðirnar að hætta sinni svakalegu samkepni, ekki aðeins láta af
vígbúnaði og bardögum, með þeim tilkostnaði, sem alþýðan ekki
fær lengur risið undir, heldur líka láta af viðskifta-ofbeldi öllu og
fara að vinna saman. Eining mannkynsins, í stað sundrungar,
verður að viðurkenna, samvinnu í stað samkepni.
Engum er það að líkindum ljósara en sjálfum stórgróðamönn-
unum (capitalistunum), að dagar þeirra eru bráðum taldir. Fé-
sýslumaður voldugur á Wall St. í Nevv York reit fyrir skemstu
sóknarpresti sínum sendibréf. Hafði kennimaður sá undanfarna
sunnudaga talað af spámannlegri andagift um ástand heims og
skorað á ahnenning að aðhyllast samvinnu-stefnu Krists. Bréf
auðmannsins var vingjarnlegt og fylgdi því álitleg fjárhæð sem
ársgjald til safnaöarins. En að öðru leyti fórust fésýslumannin-
um orð á þessa leið: “Eg mun ekki oftar sækja kirkju til yðar.
Ársgjald mitt mun eg greiða framvegis, því eg er þess fullvís, að
kenningar þær, er þér boðið, eru réttar og verða ofan á um síðir.
En eg get alls ekki breytt eftir lífsreglum þeim og þó haldið áfram
sýslu minni. Eg hefi því ráðið við mig, að hlífa sjálfum mér við
þeim ófriði, sem bættist viö hugarstríð það, er eg á nú í, ef eg
ætti að sækja kirkju yðar á sunnudögum.” Hér var einlægur
maður. Hann kannaðist við það hreinskilnislega. að hann ekki geti
talið sig kristinn mann, jafnframt því að fylgja samkepnisstefnu
samtíðarinnar í fjármálum.
All-víða, hvað sem úr því verður, virðist um þessar mundir
samúðar- og samvinnu-stefna ryöja sér til rúms bæði nær og f jær.
Mjög augljóst er, að almenningur vill frið. Þeir, sem brjóta vilja
upp á nýmælum, sem sundrung hafa í för með sér, fá litla áheyrn
og litla þökk alþýðu. Fólk krefst þess, að jafnvel prestarnir hætti
að fjargviðrast út af sérkreddum sínum, en gangi heldur á hólm
við mannfélagsbölið ógurlega í nafni herra síns. Nýjar hólm-
göngustefnur milli “fundamentalista” og “modernista” vekja enga