Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1932, Qupperneq 23

Sameiningin - 01.03.1932, Qupperneq 23
85 takmörkunum háður. Brahma er hvorugkyns, algjört, eilíft, þaS eina, sem til er i raun og veru. Tilvera, þekking, blessun—er alt, sem verður um “það” sagt. Alheimurinn og alt, sem i honum er, er þar af leiö- andi sjónhverfing, sem varir aöeins um stund. Hún byrjaði í tím- anum og hlýtur að enda. Sál mannsins er eilíf, fæðingar og endurfæð- ingar taka við fyrir henni hver af annari. Hún lætur stjórnast af “karma”-lögmálinu, unz hún hefir fengið þá fræðslu, að hún leggur inn á einhverja af brautunum, sem leiða til hjálpræðis. Lausninni er lýst með ýmsum hætti hjá sértrúarflokkunum, hún er tilveruleysi (nirvana), samrunnin við guðdóminn eða sameining við þá guðlegu tilveru, sem gagnsýrir alt. Sumir sértrúarflokkar hverfa frá þessum ópersónulega guði, og dýrka einhvern af þeim óteljandi guðasæg, sem Brahma er talinn birtast í. Þeir leita frelsunar með því að helga sig þeim drotni, er þeir hafa valið sér, og frelsunin er í þeirra augum í því falin að renna saman í eitt við hann. Kenning kristindómsins um Guð byggist á.lífi hins sögulega Krists, sem kom fram í Palestínu fyrir 2000 árum. Þetta brýtur algjörlega í bága við heimspeki Inverja, sem heldur því fram, að eilífur sannleikur geti ekki bygst á. sögu- legum viðburðum. Kenning kristindómsins um friðþæginguna er önnur hneykslunarhellan fyrir hugsun Indverja. Hún virðist neita “karma-” lögmálinu, að hver maður fái laun eða hegningu fyrir sínar eigin mis- gjörðir. Á líkan hátt stríðir hugmyndin um líðandi Guð gegn hugsun Indverja. Leit Indverja öldum saman að lausn mannssálarinnar frá sorgum og táli jarðlífsins, þráin til að sameinast Guði og síðast en ekki sízt kærleikshugsjónin háa eru það, sem trúarbrögð Indverja leggja fram til þess að auka trúarhugmyndunum varanlegt gildi. Víðtæk trúarbrögð Indverja með heimspekikerfum sínum, guðs- dýrkun og guðasæg er í samræmi við anda Austurlanda. Austast er þar að finna í Kína og Japan trú Búddha, heimspeki Konfúsíusar og “veginn”, sem nefndur er Shinto. Konfúsíusartrúin er ekki nema að hálfu leyti trúarkerfi, og lagði Konfúsíus þar engan trúargrundvöll. Starf hans var í því fólgið, að skipa i kerfi þeim siðgæðishugsjónum, er bygðust á þjóðfélagsskipun ættanna og ná áhrif fians nú yfir Kína, Kórea og Japan. Búddha- trúarmenn og ,Shintomenn hafa mjög fylgt heimspeki Konfúsíusar, svo að það hefir verið sagt, “að Japaninn fæðist sem Shintomaður, lifi sem Konfúsíusartrúarmaður og deyi sem Búddhatrúarmaður.” Shinto—“vegur guðanna”—á heirna i Japan og hefir lifnað mjög við tvo siðustu mannsaldrana. Aðaleinkenni þeirrar trúar eru ættfeðra- dýrkun og náttúrudýrkun og trú á það, að guðir hafi skapað heiminn. Hreint hjarta og einlægni eru höfuðdygðir lífsins, sem eru kendar og brýndar fyrir mönnum með helgihaldi og trúarsiðum. I frumstæðum trúarbrögðum er ekki gjörður nægur greinarmunur á efni og anda. Með hvorttveggja er farið eins og það sé eitt. Ánd- arnir heyra til þeirri einingu, sem er einkenni i þessum trúðarbrögðum,

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.