Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1932, Page 28

Sameiningin - 01.03.1932, Page 28
90 föSur. Hún bendir á hin sönnu markmið, sem kristinn maSur á aö leita í bænum sínum. Fyrst er hún urn dýrö Guös, vilja hans og ríki, og þvínæst beinist hún aö bót viö þörfum mannanna. Kenningin um heilagan anda birtir nánar, hvaö felst í kristinni bæn. Heilagur andi var gefinn samfélagi trúaðra manna, eins og ljóst er af orðum Krists. Þaö er aöeins fyrir heilagan anda, aö samfélagiö niilli safnaðarins og Guös veröur áhrifaríkt. Þetta sérkennilega starf slíks safnaðar sýnir, hver munur er á kristinni tilbeiðslu og annari leit að Guði. Þaö var til þess aö kristnir menn skyldu hafa frjálsan tíma til guösþjónustu, að kirkjan breytti hvíldardegi Gyðinga í vikulega upprisuhátíð. Og hiö sérkennilega guösþjónustuform kristinna manna varð til. Þar skiftust á bænir, lof og þakkargjörð, lestur orösins og prédikun, syndajátning, upplestur trúarjátningar kristinna manna og boðun fyrirgefningar Guðs, náðar og friðar. Þegar vér lítum til baka yfir trúarbragðasöguna, þá er það eitt einkenni á trúarbrögðunum fyrir daga Krists, sem sérstaklega vekur athygli vora, menn áttu svo erfitt meö að treysta því, að þeir kæmust í raun og veru í náið samband við Guð með bænum sínum og fórnum. “Sálmarnir” leggja hér og þar áherzlu á, hve erfitt það sé, og þaö dylst ekki heldur á öðrum stöðum í Gamla-testamentinu. En þegar bæði miklu sakramentin voru stofnsett, þá var ekki lengur hægt að efast um það, að menn gætu nálgast andlegan veruleika. K irkjan hefir altaf kent það, að skírnþegi yrði við skírn i raun og veru limur á líkama liennar. Og á líkan hátt kennir kirkjan, að kvöldmáltíðar- gestirnir minnist þeirrar fórnar og tileinki sér þá fórn, sem eitt sinn var færð fyrir alla á krossinum. Þessvegna ætlast kikjan til þess, að kvöldmáltíðin sé æðsta til- beiðsla kristinna manna. Þar nálgast allur söfnuðurinn með ljósri meðvitund hásæti Guðs og finnur til nálægðar hans og sér, að fórnin hefir afmáð það, sem skilur Guð og mennina. Kenning kristindómsins um Guð birtist í mörgum myndum, eins og vér höfum þegar séð. En tvær stefnur hafa birst í tilbeiðsluþróun kirkjunnar, sem leggja áherzlu á það í kenningunni, er ekki skyldi. 1. Hið mikla aðdráttarafl frá æfi Krists á jörðinni hefir beint svo til- 1)eiðslu manna að manninum Kristi, að skygt hefir á skyldleika hans við föðurinn, 2. Tilhneiging kemur fram til þess að einskorða um of nálægð Krists við kvöldmáltíðina og jafnvel við sjálf kvöldmáltíðar- efnin. Fyrri stefnunni sézt yfir það, að með komu heilags anda birtist ný guðsopinberun. En síðari stefnan gjörir lítið úr starfandi þátt- töku safnaðar heilags anda í kvöldmáltíðinni. Vér höfum talið það nauðsynlegt að gagnrýna vissar stefnur í guðsdýrkun vorra tíma, sem vér álítum hættulegar. En ekkert gæti verið fjær oss en að vilja draga úr sannri hollustu við drottin vorn. Vér viðurkennum það, að heitur kærleiki til hans hafi jafnan verið sá leyndardómur, sem knúð hefir hetjurnar til fylgdar við hann. Vér

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.