Sameiningin - 01.03.1932, Side 31
93
skógarins. Eg mun ætí'Ö bera þá tilfinningu í brjósti eftir þessa
nótt, og allar þær undrasögur, sem sagÖar eru úr skóginum, gætu
vel átt sér stað; og til séu illir andar, sem undir vissum kringum-
stæÖum eiga sér náttstaÖ í skuggaríki skógarins.
Nú sáust turnar Erfurt-borgar á.sléttunni framundan. Var
þaÖ mér feginssjón.
Eg átti aÖeins einn vin viÖ háskólann í Erfurt. Það var
Marteinn Lúter. Hann er mér á viÖ marga vini. Hann hefir nú
þegar, fengið mikið orð á sig meðal stúdentanna. Kennararnir
gera sér um hann miklar vonir.
Lúter leggur fyrir sig laganám, því faðir hans vill aÖ hann
taki sér lögmanns störf fyrir hendur. Það er líka það, sem eg hefi
valið mér. Allar ráðleggingar Lúters eru mér afar dýrmætar.
Mikil breyting er komin á Lúter. Úrsúla frænka miskunnaði
sig yfir hann, þegar hann var umkomulaus skóladrengur, og aflaði
sér brauðs meÖ því að syngja fyrir dyrum manna á götu Georgs
helga.
Faðir Lúters átti við ramman reip að draga að koma upp
fjölskvldu sinni, en honum hefir samt tekist þaÖ. Hann hefir nú
eignast steypusmiðju og hitavélar henni tilheyrandi, og kostar nú
nám Marteins við háskólann.
Hinn ískaldi æfimorgun Marteins er ljðinn með öllum erfið-
leikum. Framtíðin sýnist nú björt.
Erfurt, April 1503.
Við erum rétt komnir heiin úr ferð. Reyndist það hættu-
ferð fyrir Lúter. Fyrir þrem dögum siðan lögðum við upp gang-
andi. Það var snemma morguns. Marteinn ætlaði að heimsækja
fólk sitt í Mansfeld. Hjörtu okkar voru full af framtíðarvonum,
og skógurinn þrunginn söng og ljóðum.
Við vorum með sverð við hlið; malpokarnir voru fullir af
vistum, og við vorum hressir í huga eins og bláloftið. Leiðin lág
um mörk og engi; og eftir bökkum FEólm-fljótsins; síðan eftir
Gullengi. Á því svæði eru mörg reisuleg klaustur og keisara-
hallir.
Eftir stundar ferS kom það óhapp fyrir, að sverð Lúters rakst
i fót hans. Það hafði snert blóðæð og fossaði blóðið úr. Eg hljóp
til baka til Erfurt og skildi Lúter eftir hjá mönnum, sem bjuggu
þar í nánd. Þegar læknirinn kom, reyndist afar erfitt að stilla
blóðrásina með vafningum. Óskaði eg þess þá, að Elsa eða
mamma væru komnar, með hinar lipru fingur sínar. Okkur tókst
að bera Lúter á milli okkar til Erfurt. Eg vakti vfir honum. Nær
miðnætti tók að blæðá á ný. Útlitið var alvarlegt. Marteinn bjóst