Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1932, Blaðsíða 34

Sameiningin - 01.03.1932, Blaðsíða 34
96 SafnaÖarnefnd Árdals safnaöar:—Sigmundur Jóhannsson, A. S. Sigurösson, E. S. Sigurösson, Lárus S- B. Björnsson, Páll Stefánsson. Djáknanefnd:—Mrs. Sesselja Oddsson, Mrs. Margrét Björnsson, Mrs. Emily Vigfússon, Mrs. Valgeröur Gúömundsson, Mrs. Siguröur Brandsson. S. Ó. HVAÐ KOSTAÐI STRÍÐIÐf Reikningsfróöum mjanni í Þýzkalandi telst svo til, aö í heims- styrjöldinni síðustu hafi 11 miljónir manna látiö lífið, en 19, miljónir hafi orðiö fyrir meiðslum. 1 peningum reiknast honum, að stríðið hafi kostað þjóðirnar 500 biljónir dollara. Fyrir þá peninga reiknast þeim fróða manni, aö reisa hefði mátt hús upp á 2,500 dollara, með húsgögnum upp á 1,250 dollara, handa hverri einustu fjölskyldu i Bandarikjum, Canada, Ástralíu, Bretlandi, Frakklandi, Belgíu, Þýzka- landi og Rússlandi. Auk þess sjúkrahús, háskóla og gagnfræðaskóla, meö launum lækna, hjúkrunarkvenna og kennara, handa hverjum 20 þúsund fjölskyldum.—Hvað hafa svo þjóðirnar fengið í aðra hönd? EINKENNILEGAR ERJUR Sagt er það um hrafna, að þeir hafi til að kroppa augun hverir úr öðrum. Eíkt er farið um þessar mundir með töframönnum (ma- gicians) og öndungum (spíritistum) í ríkinu New York. Raunar hefir grunt verið á því góða rnilli flokka þessara tveggja um langt skeið, og ekki vildi stríðinu linna þó Houdini, töframaðurinn mesti, félli frá; en Houdini hafði lengi elt grátt skinn við öndunga, ljóstað upp um þá mörgum prettum og leikið allar konstir þeirra eftir þeim með töfrum sínum. Nú hefir félag töframanna í New York gert lögreglunni aðvart um margvísleg brögð, sem fals-miðlar öndunga noti til að hafa fé út úr fáráðlingum, er hjá þeim leiti frétta af framliðnum. Þá róa nú töframenn að því öllum árum, að fá lög afgreidd á ríkisþingi, er svifti andatrúar-presta heimild til að gefa samlan hjón. SMAÞJÓÐIR BJARGA BANDALAGINU Þegar svo var komið að fulltrúum stórþjóðanna féllust hendur á fundi Þjóðbandalagsins í Genf, er ráða átti fram úr vandræðum Asíu- þjóðanna, urðu fulltrúar smáþjóðanna til að bjarga rnálinu og sæmd og ef til vill lifi Bandalagsins. Sá heitir Sató, er þar fór með mál Japana, og hafði þverneitað því, að Japanar yhðu við áskorun Banda- lagsins um að hafa sig hurt úr Shanghai. Stóð þá upp fulltrúi frá Sviss, Motta að nafni, og talaði af svo miklum eidmóð, að Sató sá sér ekki annað fært, en láta undan næsta dag. Enda höfðu þá fulltrúar smáþjóðanna, einn eftir annan, þrumað yfir hausamótum hans. Höfð eru eftir Erich, fulltrúa Finnlands, þessi mergjuðu orð: “Er Banda- lag þetta með lifandi orku í sér, eður er þetta samkunda til hégómlegs skrafs og ráðagerða aðeins, og til þess hæf einungis, að semja hvellandi yfirlýsingar, og þegar hezt lætur, miðla málum?” B. B. J.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.