Sameiningin - 01.05.1933, Síða 3
áÉ>ametmngtn
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga
gefið út af Hinu ev. lút. kirkjuféla'gi Isl. í Vesturheimi.
Ritstjórar:
Kristinn K. Olafson, Guttormur Guttormsson,
Féhirðir: Mrs. B. S. Benson.
XLVIII WINNIPEG, MAÍ, 1933 Nr. 5
Sára Jónas A- Sigurðsson, Íátinn
Vinur vor og meðritstjóri dó sviplega af heitablóðfalli
miðvikudaginn (5. maí á ferð í Winnipeg. Hann hafði oft
heðið:
Hafðu Jesú mig í minni,
mæðu og dauðans hrelling stytt.
Sú bæn var heyrð.
Starfi sínu hafði hann sint með venjulegum ötulleik og
dugnaði fram að síðustu stundu.
Fyrirvaralaust hné hann máttvana í vinahópi. Honum
var hlíft við langri og þreytandi hið í örkumslum.
En fyrir mildiríka náð Guðs t’ekk hann að n jóta rænu og
máls um nokkra hríð eftir aðvörun aðsvifsins.
Hann þekti kall dauðans—kall Drottins. Það kom hon-
um ekki óvænt.
Hann fekk að ítreka í síðasta sinni við ástvini sína það,
sem honum mest lá á hjarta.
Hann fekk með fullri meðvitund að fela sig Guði, er
kallaði hann heim.
Svo sveif á hann höfgi. Meðvitundarleysið varð eins og
líknandi blæja yfir umskiftum dauðans.