Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1933, Page 5

Sameiningin - 01.05.1933, Page 5
79 Aðeins snöggvast ljósaskit'ti. Kvöld og morgun renna saman í eitt. óslitinn dagur. Það er söknuður hjá oss eftir fjölhæí'an og atkvæða- mikinn vin. Hann stóð í fremstu röð í fylkingu Vestur-íslendinga fyrir atgjörfi, áhuga og glæsimensku. Sem rithöfundur og skáld naut hann verðugrar viður- lcenningar íslendinga hér og á ættjörðinni. Sem kennimaður var hann orðlagður fyrir andrika mælsku og áhrifamikinn dugnað. Sem félagsmaður var hann einbeittur og ákveðinn í því að framfylgja sannfæring sinni. Mótspyrna efldi hann tii framsóknar. íslenzkur með afbrigðum, átti hann þó fylstu samúð með og skilning á amerískri menning og málum. Trygð við ættland og kjörland rákust ekki á heldur áttu samleið. Líf hans og starf var aðallega helgað tveimur hjartfólgn- um áhugamálum—eflingu kristindóms og viðhaldi íslenzkrar tungu og menningar hér á vesturslóðum. Hann vissi að framgangur þessara hans hjartfólgnustu hugsjóna studdi að heiibrigði þjóðlífsins hér um leið og hann væri bjargvættur hinu íslenzka þjóðarbroti. Kapp og stefnufesta einkendu afskifti hans af mönnum og málefnum. Hann vildi vera heill en ekki hálfur í hverju máli. Hafi hann þótt óvæginn á stundum, var það kapp og áhugi sem bar hann ofurliði. Eitt hið fegursta í fari hans var samhygð hans með og nærgætni hans við hina aldurhnignu og' einmana. Hann var óþreytandi að vitja þeirra og kunni öðrum betur að setja sig inn í ástæður þeirra. Mun hans innilega saknað af ekki all- fáum, er hann þannig hafði reynst. En hann svrgja líka æskumenn, er hann hafði áhrif á og leiðbeindi. Er kunnugt hvílík ákvarðandi áhrif hann hafði haft á líf séra Hjartar Leó eftir eigin vitnisburði þess valin- ltunna gáfumanns. Aðrir fyr og seinna hafa átt svipaða reynslu. Heim að sækja var hann höfðingi. Hann naut sín við að fagna vinum sínum. Það örfaði hjá honum upplag og andagift. Hann var umhyggjusamur heimilisfaðir. Vildi vaka yfir velferð sinna í smáu og stóru.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.