Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.05.1933, Qupperneq 6

Sameiningin - 01.05.1933, Qupperneq 6
80 Sár söknuður ekkju hans og barna er samtvinnaður hjartafólginni trygð við það, sem honum var mest umhugað um. Þannig heiðra þan minningu hans og vitna um eindrægni áhril'a hans. Jónas Ari Sigurðsson var fæddur 6. mai 1865, að Litlu Ásgeirsá í Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Sigurður Bárðarson og kona hans Guðrún Jónasdóttir. Hann útskrif- aðist af búnaðarskólanum í ólafsdal árið 1886. Fluttist til Vesturheims 1887. útskrifaðist af lúterska prestaskólanum i Chicago 1893. Var vígður til prests 25. júní s. á. af séra Friðrik J. Bergmann, er þá var vara-forseti kirkjufélagsins og gegndi forsetastarfi í veikinda forföllum séra Jóns Bjarnasonar. Prestakall hans varð í norður hluta íslenzku bygðarinnar í Pembina sveit í Norður Dakota. Þjónaði hann þar þangað til 1901. Fluttist þá til Seattle og var þar bú- settur þar til 1918. Gegndi á þeim árum ýmsum opinberum trúnaðarstöðum sem aðalstarfi, en þjónaði lengst af samhliða því litlum íslenzkum söl'nuði þar í borginni. Þá flutti hann til Churchhridge í Saskatchewan. Var þar þjónandi prestur hjá íslenzku söfnuðunum í bygðunum í grendinni [>ar lil 1927 að hann tók köllun frá Selkirk söfnuði, er hann þjón- aði til dauðadags. Séra Jónas var tvígil'tur. Fyrri kona hans var Oddrún Frímannsdóttir. Einn sonur þeirra, Haraldur, er á lífi og er búsettur í San Francisco. Seinni kona hans er Stefanía ólafs- dóttir, er lifir mann sinn ásamt þremur börnum þeirra. Þau eru Theodore, Jón og Guðrún. Hefir Theodore lesið guðfræði í tvo vetur en Jón læknisl’ræði. Guðrún hefir lokið miðskóla- námi og er heima hjá móður sinni. Ei'tir heiðni safnaðar- ins í Selkirk hefir Theodore tekið þar við þjónustu að föður sínum Iátnum yfir sumarmánuðina. Lýkur hann námi á prestaskóla næsta vestur. Jarðarförin fór fram frá heimili hins látna í Selkirk og lútersku kirkjunni þar mánudaginn 10. maí. Forseti kirkju- félagsins stýrði athöfninni. Auk hans töluðu í kirkjunni þeir séra Rúnólfur Marteinsson og séra N. S. Thorláksson. Dr. Rögnvaldur Pétursson flutti ávarp fyrir hönd Þjóðræknisfé- lagsins, en forseti þess var séra Jónas er hann lézt. Forseti prestafélagsins í Selkirk, Móntgomery að nafni, flutti ávarp fyrir hönd embættishræðra sinna. Þeir séra Haraldur Sigmar og séra Jóhann Bjarnason tóku einnig þátt í athöfninni, hinn

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.