Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1933, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.05.1933, Blaðsíða 9
83 Hann verður hugfanginn af íslenzkum skáldum og lærir mörg þeirra l.jóð; og eí' til vill dreymir hann um það, í leyni, að hann geti síðar meir komist í þeirra tölu. Hver veit?— Og málið sjálft, íslenzkan, þessi “list, sem logar af hreysti,” verður samgróin sálarlífi hans gjörvöllu. Hann getur aldrei síðan lagt af sér þjóðernið eins og fat; getur ekki hætt að vera íslenzkur, nema hann hælti að vera til. Þessi heimamentun reynist honum haldbezt æfina út; hún er grundvöllurinn. Hann lærir síðar hjá öðrum kenn- urum, bæði andleg fræði og veraldleg, heima á ættjörðinni, hjá Jóni presti Þorlákssyni á Tjörn, og Torfa Bjarnasyni skólastjóra í Ólafsdal; en hér í landi hjá doktor Weidner og öðrum kennurum lúterska prestaskólans í Chicago. Sumir af mönnum þessum voru snillingar í iðn sinni og bygðu á- gætlega, en hjá Jónasi lögðu þeir ekki grundvöllinn; hann var lagður í heimahúsum, og við þeim grunni fengu þeir ekki hróflað, hvorki til að bæta við eða kippa burt nokkru veru- legu. Það sem þeir bygðu, það bygðu þeir ofan á þennan grundvöll.—• Af slíkum viðum var hann reistur, þessi maður, sem við fengum fyrst að kynnast allmargir, þegar hann var búsettur vestan fjalla í borginni Seattle við Puget sund. Við sjáum hann enn í anda eins og hann kom okkur fyrir sjónir þar. Það er stórhátíð að sækja hann heim—þar, eins og bæði fyr og síðar, hvar sem hann bjó,—og hann tekur landa sínum feginsamlega. Honum finst hann vera nokkurs konar útlagi, Fjalla-Eyvindur, þarna í þessari fjarlægð frá aðal-heimkynn- um Vestur-íslendinga. Hann hefir orð á því. Og þó er ekkert útlagalegt við manninn þar í Seattle; hann er töluvert riðinn við opinber mál, vel þektur og vel metinn á meðal innlendra, og gegnir góðu embætti. En hann er að miklu leyti viðskila við vestur-íslenzk félagsmál, og það getur hann ekki sætt sig við til fulls. Það kennir margs í fari séra Jónasar, undir eins AÚð fyrstu kynningu. Hann hefir orðið fyrir sorgum og sárri reynslu; en sáxún eru nú að rnestu grædd, og afleiðingin er helzt sjáanleg i einhvers konar fágætri ástúð og viðkvæmni, sem oftlega bregður fyrir hjá honum í umgengni hans við konuna sína og hörnin sín. Og gestum sínum er hann skemt- inn og híbýla prúður; hefir mikla ánægju af að “gjöra þeim gott,” en það er líf hans og yndi, sérstaldega, að sitja hjá þeim og láta talið berast frjálst og óþvingað út um víða veröld. Og hann nýtur sín alstaðar vel í samtalinu. Ensku skáldin

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.