Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1933, Side 10

Sameiningin - 01.05.1933, Side 10
84 eru honum eins og förunautar; og ef minst er á fornar bók- mentir suðrænar, þá getur hann fylgst þar með líka. f ís- lenzku fornsögunum er hann stál-sleginn; og býr yfir miklum sagnaforða úr vestur-íslenzku frumbúalífi. Hann getur nærri því tileinkað sér orðin, sein “Kaupa-Héðni” eru lögð í munn af gamla Njáli: “Kunnigt er mér um alt fsland.” Félagsmálin eru honum eins og opin bók, vestur- austur-íslenzk, ekki síður en stjórnmálin hérlendu. Um alla þessa víðáttu fljúga sam- ræðurnar; og þó ber alt að sama brunni eins og ósjálfrátt fyr eða síðar, hvar sem l)yrjað var. Það eru efni, sem að ein- hverju leyti snerta kirkju og kristindóm, eða íslenzka þjóð. Annars staðar er hann eins og ferðamaður; getur með glöggu auga, en þó gestur—en hér er hann heima iijá sér. Og það er engin fordildar þjóðrækni, engin skólatrú, sem liggur hon- um næst hjartarótum; það er lifandi kærleikur til Guðs, Krists og þjóðarinnar.—Að heimsækja þennan mann og tala við hann um alla heima og geima, það er nautn sem varir í minn- ingunni um langan aldur á eftir. Og þá er auðveil að sjá hann enn, eins og hann kom okkur fyrir sjónir á siðasta áfanganum, i þessi fjórtán ár, sem hann lifði með samlöndum sínum í annað sinni austan- fjalla. Hann er nú í heimahögum; þjónandi prestur í söfn- uðum kirkjufélagsins, leiðandi maður í þjóðernis-hreyfing- unni, fjöltækur á opinber mál, einheittur, stefnufastur, sí- starfandi, og mitt i starfsmála-önnum og ræðuflutningi lætur hann birtast frá sér Ijóð í blöðunum öðru hvoru. Myndin er svo fersk og skýr í hugum okkar allra, að hún þarf ekki langa lýsingu hér; en lýsingin kemst reyndar öll í eina spurningu: Hverjum er hann helzt líkur af íslenzk- um söguhetjum, þessi snjalli kennimaður og leiðtogi? Svarið kemur eins og af sjálfu sér: hann er sviplíkastur Jóni Ara- syni. Til þess manns á hann kyn sitt að rekja, og hann her á sér ættarmörkin skýr og greinileg. Þessi fjölhæfni, þetta sam- bland al' skáldi og starfsmálamanni; ]>essi óbilandi trygð við gamla kristni; þessi fastheldni, sem þó vill áfram; þessi ein- beitta, fjöruga formenskulund, sem ekki telur eftir sér vopna- viðskifti, en er þó blíð og viðkvæm inni við hjartarætur; þessi rækt við frændur og vini; þetta glaða, mannblendna hugar- l'jör, sein ekkert bugar, hvorki aldur né sorgir—hvar hafa slík einkenni sýnt betur ættarmótið með tveim mönnum, heldur en með Jóni biskupi og Jónasi Sigurðssyni, niðja hans? Hvergi, svo að þeim sé kunnugt, sem þetta ritar. Það mun

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.