Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1933, Page 13

Sameiningin - 01.05.1933, Page 13
87 mina, og eg trúi á gildi þess fyrir yður og yðar hús, fyrir þjóð mína og kirkju. Eg veit ekki betur. Lítið nær yður en í vitnisburð hinna vitru og helgu vitna í sögu mannanna og guðspjallanna. Lítið á vitnisburð náttúr- unnar og lífsins á þessari árstíð upprisu og vonar. Faðir alls lífs og ljóss heilsar börnum jarðarinnar með kærleikskossi, —líkamlega og andlega. Hann óskar ekki aðeins gleðilegs sumars og gleðilegra páska, hann gefur gleðilegt sumar og gleðilega páska,—bætir nauðþurftir líkama og sálar, ef vér menn ekki sláum hendi við þeim gjöfum eða spilluin þeim á einhvern hátt. Sól vorsins er kærleiksbros föður yðar á himnum; ilmur lífsins er frá hans anda. Upprisu-erindið hið hvíta ljós vonar og lífs frá aflstöð hins eilífa kærleika,— hinn andlegi vorboði sjálfs Guðs. Herra upprisunnar og vorsins leysir jurtirnar úr klakabönduin, enda fénaðinn úr vetrarharðindum, leiðir hinn sjúka mann úr skugga dauð- ans, gleður alt, sem á batavon, lífsvon með auknum kröftum, en ber sína páskalilju að sjúkrabeð hinna aðfram komnu, kveikir Ijós vonarinnar um eilíft líf í hjörtum syrgjenda og breytir hinni tómu gröf páskamorgunsins í opinn glugga, er snýr móti himni,—svo að andlátssálmar mannanna verða að upprisulofsöng hans sendiboða. Vorið, og hvert einasta blóm þess, ber órækt vitni um ó- dauðlegt líf. Fjólan, rósin og liljan, lyfta, í guðlegri fegurð, blómkrónum sínum úr grafarhúmi jarðarinnar og syngja sinn lofsöng um þá eilífð er umkringir þetta líf, og æðra líf, sem fer í hönd. Æfi þeirra er stutt, en þó prédika þau, eins og börnin vor sem ung deyja, dýrmætan vonarboðskap frá Drotni. i vorblóma jarðarinnar höfum vér hryggir og hrædd- ir menn, upprisu-Ioforð, eilíft og óbreytanlegt, frá almátt- ugum Guði.—Aðal tilgangur vorgróðursins er sízt að lylla kvið fénaðarins og forðabúr manna, heldur að kenna hinni trúar-þyrstu og þreyttu mannssál, sem hungrar eftir von í þessu lífi skilnáðar og dauða,—von, upprisuerindi frá sjálf- um Guði.—Þvi sönn gleði þessa lifs er vonin um annað líf. Svo hann lætur yíri boðskap páslca náttúrunnar bera ár eftir ár vitni hinu andlega orði endurlausnarans á páskahátíð mannanna, sem er dagrenning eilífðardagsins, sem eg lýt og fagna í dj'pstu alvöru hjarta míns.— Allir vita, að þeir hlutar jarðar, er frá sólu snúa, eru myrkir og kaldir.—Þar er nótt eða vetur. Eg hefi reynt, að þegar mannslífið snýr frá Kristi, er dimt og kalt yfir því

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.