Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1933, Síða 16

Sameiningin - 01.05.1933, Síða 16
90 gerði til þó páfatrúarmenn tækju líf Lúters? llann—Jesús— lifir! Hvað er líf manns og dauði? Hann lifir. Vér fylgjum ekki framliðnum konungi né framliðnum kenningum, Leið- togi vor er lifcindi leiðtogi, sem veitti oss líf áður en vér fæddumst og mun varðveita lif vort eftir að vér deyjum. Vel mættum vér hér minnast hinnar fögru frásögu um Alexander mikla og liðsmenn hans. Á herferð einni um Austurlönd var lið hans yfirkomið af sólarhita og þorsta. Færði þá liðsmaður Alexander vatn á skildi. Konungur tók vatnið, sýndi það liðinu og mælti um leið og hann helti því niður: “Eg drekk ekki einn þegar allir eru þyrstir.” Menn hans urðu frá sér nu'mdir og mæltu sem einum munni: “Áfram konungur, farðu lengra með oss. Vér erum elvki þyrstir, ekki þreyttir, ekki dauðlegir, meðan vér eigum slíkan konung.”— Hver liðsmaður og lærisveinn Jesú Krists, sein öllu fórnaði fyrir oss, ætti í sannleika að gera þessi ummæli að sínu páska ávarpi: Hvað sem hinni ytri þrenging líður, þá far þú lengra með oss. Vér erum ekki þyrstir, ekki þreyttir, ekki dauðlegir meðan vér eigum slíkan konung—meðan vér fylgjum Kristi. Yður er kunnugt, að árásir manna á guðsorð og kristin- dóminn hafa jafnan bitnað á gamla testamentinu. Á kenn- ingu Jesú Krists sjálfs hafa fáir menn ráðist. En ódauðleika og upprisu kenningin er kenning nýja testamentisins, boð- skapur Jesú Krists. Frá honum er upprisu kenningin og upprisan. Það sem blóð hjartans er líkama vorum, var kenn- ing eilífs lífs og upprisu sjálfum Jesú og lærisveinum hans.— Hin fyrsta kristni, hrein og sigursæl, þekti ekki annan hoð- skap en Jesúm Krist krossfestan og upprisinn. Trúin á Jesúin Krist dáinn og upprisinn er enn hjartablóð trúarlífsins. Og eins og hinum dimma hnetti vorum, jörð mannanna, var þörf á vori og sól inn í heimkynni kulda, tára, sjúknaðar og grafa, fyrir ytra lífið, þannig var öllu innra lífi þörf á Jesú og upp- risu- erindi hans.—Og vér skyldmennin, sem innan skamms hvílum, að líkamanum til, sem jafningjar saman í kyrþey kirkjugarðanna, ættum að taka hér fagnandi höndum saman um gjöf eilífs lifs, umgangast og aðstoða hver annan eins og þeir er saman eiga að dvelja í ódáins akri guðsbarna, þar sem hvorki er vetur né nótt, synd né sorg, kuldi né kærleiks- skortur, heldur eilífur páskadagur með upprisu fögnuði, sem engin orð fá táknað. Eg veit ekki fullkomlega hvernig öðrum, sem elskað

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.