Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1933, Síða 17

Sameiningin - 01.05.1933, Síða 17
91 hafa og mist hafa, líður—eða mundi líða án Jesii og páska- erindisins. En eins lengi og eg, sem óðum nálgast eilífðina, finn ylgeisla sólarinnar, mun eg finna hinn vermandi föður- kærleik sjálfs Guðs í Jesú erindi og upprisu, sem fyllir ótta- slegið og harnalegt hjarta mitt öllu fremur von og fögnuði,— fvrir lífið og fyrir dauðann.— Eitt liið fegursta ljóð seinni alda er Vetrarbrautin, eftir sænsk-finska góðskáldið, Topelíus. í rökkri næturinnar, við endurminningar liðinna ára, þegar hrygðin hitar mannshjart- anu, þrátt fyrir jarðlífskuldann, brosa stjörnur himins við jörð mannanna, eins og dauðinn hefði aldrei þangað komið. Og á máli stjarnanna, sem fáir skilja, sögðu þær skáldinu sögu um tvo elskendur, er eitt sinn iifðu í jarðríki. Kærleiki þeirra var hjartanlegur, en sársauki, synd og dauði sleit þá hér í sundur og í dauðanum urðu þessir elskendur enn að lifa að- skildir, sinn á hvorum ljóshnetti himnanna. f heimlcynnum himnanna, í Ijósi lífs og sælu, elskuðust þau enn og þráðu að dvelja saman, þó ómælanlegur geimur og óteljandi hnettir aðskildu þau. Og þessi kærleiki knýr elskendurna að byggja brú stjörnu frá stjörnu um háhvolf himinsins. Um þúsund- ir ára unnu þessir ástvinir, hver frá sínum hnetti, knúð af kærleika, unz brúin milli fjarlægra hnatta og aðskildra elsk- enda—Vetrarbrautin dýrlega, var fullger. Og varðenglar himnanna kunngerðu Drotni hvað kærleiki mannssálanna, sem elskuðust, hefði bygt sér. En Guð a'.-riáttugur brosti svo ioðurlega að allir himnar skinu af óviðjafnanlegri birtu og gleði er hann sagði: “Það sem sannur kærleiki þeirra, er eg hefi skapað, hefir bygt, skal eg aldrei eyðileggja.” En þar sem elskendur þessir, aðskildir um árþúsundir fyrir öiiög og dauða, féllust í augsýn Guðs í faðma, varð til hin fegursta stjarna himinsins. Hugfestið þetta fagra dæmi og' heimfærið upp á páska fögnuðinn. Vonariíf manna og kærleikur Krists, féllust í faðma. í myrkri lífs og dauða lýsa stjörnur guðlegrar vonar bezt. Jesús hefir tengt bæði hjörtu og hnetti. Upprisuerindi hans er slík Ijósbraut um háhvolf hinnar andlegu tilveru. Þó dauð- inn hafi aðskilið ástvinina hér og vér stöndum nú sitt á hvor- um hnetti, skal kærleikstrú elskendanna, blessuð af herra Iífs og dauða síðan sameina þá. Gleymið ekki afstöðu himna föðursins gagnvart kærleiksþi'á hans barna: Það sem sannur kærleiki þeirra er eg hefi skapað hefir bygt. skal eg aldrei eyðileggja. Og himnarnir skinu ekki að eins skærar við þessi

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.