Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1933, Síða 19

Sameiningin - 01.05.1933, Síða 19
93 ekki vort Board of American Mis- sions, þó það hafi með höndum heimatrúboðssjóðinn, fyrirskipa ís- lenzka kirkjufélaginu á hvaða sér- stuku slöðum starfið skyldi rekið. The Board of American Missions starfar algerlega í samráðum við heimatrúboðsnefndir kirkjufélag- anna. Ákveðin kostnaðaráœtlun er gerð með samskomulagi fyrir hvert krkjufélag og upphœðin ákveðin í samráðum heimatrúboðsnefndar kirkjufélagsins og American Board of Missions. 3. Iiver er núverandi fjárhags- áætlun (apportionment) U.L.C.A. ? Svar: Núverandi fjárhagsáœtlun U.L.C.A. er $2,000,000. 4. Hver væri hluti íslenzka kirkjufélagsins í þessari áætlun á núverandi grundvelli meÖ 2440 alt- arisgesti ? Svar: Á núverandi grundvelli með 2440 altarisgesti vœri hluti ís- lenzka kirkjufélagsins af þessari á- ætlun um $7,000. 5. Hvaða hluta af áætluninni greiða nú hin ýmsu kirkjufélög í U.L.C.A.. Svar: Ekkert kirkjufélag í U.L. C.A. greiðir nú að fullu eftir áætlun. Eðlilega hefir meðaltalið lœkkað á seinni árum. Það var eitt sinn eins hátt og um 68 prósent. Það er nú, ef til vill, um 40 prósent. Sum kirkjufélög hafa œtíð verið mjóg lág t greiðslu, jaf nvel eins lág og f imm prósent. Að minsta kosti sjö eða átta kirkjufélög hafa sjaldan greitt meira en tuttugu prósent á nokkru ári. 6. Með tilliti til ofangreindra svara og almennrar stefnu U.L.C.A. ber aS líta á þessa f járhagsáætlun sem hugsjón, sem haldið er uppi fyrir kirkjufélögunum, eða sem skatt á meðlimum þeirra? Svar: Fjárhagsáætlun U.L.C.A. bcr œtíð að skoða sem hugsjón, sem haldið er uppi fyrir kirkjufélögun- um, en alls ekki í nokkurri merkingu sem skatt á meðlimum þeirra. Per- sónulega liefi eg stundum vikið að fjárhagsáœtluninni sem því er við könnuðumst við í skóla sem 100 pró- senta einkunn. Fjárhagsáætlunin er takmark, sem við erum að miða að. 7. íslenzka kirkjufélagið veit að það gæti ekki greitt f járhagsáætlun U.L.C.A. svo neitt nærri lægi. Að- ferð þess í fjársöfnun er að gera grein fyrir þörfunum og reiða sig á frjáls tillög frá söfnuðum og ein- staklingum til ýmsra málefna sinna, og þessari aðferð mundi það tregt til að breyta. Getur kirkjufélagið með tilliti til þessa með heiðarlegu móti sótt um inntöku í U.L.C.A. og gæti U.L.C.A. veitt því viðtöku? Svar: Aðferð sú, sem vikið er að í sjöundu spurningunni mundi aldrei verða fyrir mótmælum frá U.L.C.A. Önnur kirkjufélög (í U.L.C.A.) nota þessa sömu eða svipaðar að- ferðir. U.L.C.A. sem heild leitast við að leggja til um aðferðir, er það mælir með við kirkjufélógin, en þœr eru alls ekki bindandi. Slík aðferð

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.