Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1933, Side 20

Sameiningin - 01.05.1933, Side 20
94 er Every Member Ca/nvass, Duplex Envelopes og annað þvílíkt. 8. Sú skýring hefir komið fram að skyldu þeirri er fylgir fjárhags- áætlun U.L.C.A., væri siðferðislega fullnægt með því að leitast við trú- lega og í einlægni að gera grein fyrir þörfum og safna þeim hluta af f jár- hagsáætluninni sem unt væri með frjálsum tillögum kirkna og ein- staklinga. Skoðið þér þessa skýringu réttmæta ? Svar: Skýring sá er þú gefur í áttnndu spurningunni er í alla staði réttmœt. 9. Hvaða áhrif mundi það að sameinast U.L.C.A. hafa á heima- trúboðsstarf kirkjufélagsins og rekstur þess? Svar: Eg álít þessari spurningu sé fyllilega svarað í sambandi við svar- ið að annari spurningunni að ofan. 10. íslenzka kirkjufélagið við- urkennir í grundvallarlögum sínum sem játningargrundvöll sinn hinar almennu játningar kirkjunnar, Ágs- borgar-játninguna og Fræði Lúters hin minni. Samlyndisbókin (Boolc of Concord) sem heild er sama sem óþekt meðal leikmanna vorra (eins og eflaust á sér stað í öðrum kirkju- félögum). En á kirkjuþingum vor- um eru ætíð fleiri leikmenn en prestar. Leikmennirnir mundu treg- ir til að viðurkenna játningu, sem þeir ekki þekkja til. Mundi nægja að prestar kirkjufélagsins viður- kendu játningargrundvöll U.L.C.A. ? Svar: Tíunda spurningin snertir við játningargrnndvelli íslenzka kirkjufélagsins. Eg geri ráð fyrir að auk játnngarrita þeirra er þú nefnir sé ritningin einnig viðurkend í grundvalarlögunum.. Ef svo er, sé eg ekki neina ást-.eðu til þess undir öllum kringumstæðmn, að kirkjufé- lagið íslenska ekki gæti verið með- tekið sem félagslieild í U.L.C.A. Sérstaklega ber að athuga IV. grein, 2. lið í grundvallarlögum voruni. Þar segir ekki að hvert kirkjufélag verði að innlima kenningargrund- völl U.L.C.A. í sín eigin grundvall- arlög. Það segir cinungis að grund- vallarlög þess verði að fá viður- kcnningu framkvæmdarnefndar U. L.C.A. Vikið er að því að kirkjufc- lag (er sækir um inngöngu) verði að viðurkenna grundvallarlög vor og kenningargrundvöll þeirra. Það gengur ekki lengra og segir að kirkjufélagið sjálft verði að hafa í sínum ei'gin grundvallarlögum hinn sama kenningargrundvöll. Svo er í rauninni að sum af kirkjufélögum vorum nú hafa ekki kenningargrund- völl, sem er alveg eins og í grund- vallarlögum U.L.C.A. Öll þeirra nefna hinar ýmsu játningar til- greindar í II. grein grundvallarlaga vorra, en talsvert mismunandi fram- sett eru ummæli þau er zriðurkenna þessi játningarrit. Fult svar mitt mundi þessvegna vera að ef íslenzka kirkjuf élagið beiddist að gerast með- limur í U.L.C.A. gœti aðferðin verið á þessa leið: (a) að það beiðist inn- töku á þeim grundvelli að það viður-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.