Sameiningin - 01.05.1933, Side 21
kenni grundvallarlög vor og kenn-
ingargrundvöll þsirra.
(b) Aö það beiðist inntöku án
nokkurrar breytingar á kenningar-
grundvelli sinna eigin grundvallar-
laga. Þessari beiðni vœri látin fylgja
umsögn íslenzka kirkjufélagsins á þá
leið að eins og í öðrum skandinav-
iskum heildum tíðkist það ekki með-
al lúterskra Islendinga að tilgreina
önnur játningarrit lútersku kirkj-
unnar en Ágsborgartrúarjátninguna
og Frœði, Lúters hin minni.
(c) Að það beiðist inntöku með
þeim skilningi að viðurkenning þess
á vissum lútersk-um játningarritum
í grundvallarlögum sínum, merki
ekki á nokkurn hátt að öðrum játn-
ingarritum, sem nefnd eru í grund-
vallarlögum U.L-C.A. sé hafnað.
Á grundvelli einhverra slíkra um-
mcela eins og eg hefi bent til að ofan
er eg fyllilega sannfærður um að
ekki nokkur rödd kœmi fram innan
U.L.C.A. gegn því að veita íslenzka
kirkjufélaginu viðtöku.
Sumar þessar spurningar voru
sendar forseta kirkjufélagsins af
öörum innan kirkjufélags vors og
sumar þeirra eru írá honum sjálf-
um. Taldi hann heppilegt aÖ fá svar
frá dr. Knubel þeim viðvíkjandi.
Lætur hann þær nú birtar almenn-
ingi til umhugsunar.
Seattle, Wash.
4. maí, 1933.
K. K. Ólafson.
Árslokahátíð Jóns Bjarnasonar Skóia
Hún var haldin í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg að
kvöldi þriðjudagsins 23. maí. Stór hópur í'ólks kom þar sam-
an. JNemendahópurinn var nú stær-ri en nokkru sinni áður.
Séra H. L. Urness, prestur norsk-lúterska safnaðarins í Winni-
peg, stýrði guðræknisstund í upphafi samkomunnar. Söng-
flokkarnir sungu og fimm nemendanna fluttu ræður. Sagðist
þeim sérstaklega vel. Nöfn fimm nemenda voru skrásett á
Arinbjarnar-bikarinn og stýrði Miss Halldórsson þeirri at-
höfn. Dr. W. T. Allison, prófessor í enskum hókmentum við
háskóla Manitoha-fylkis, var aðalræðumaður. Talaði hann
aðallega um bækur og lestur. Eins nefndarmanna saknaði
maður við það tækifæri, séra Jónasar Sigurðssonar. Frá
dauðsfalli hans er sagt í þessu blaði. Engan ótrauðari fvlgis-
mann átti skólinn en séra Jónas. Hann talaði af guðmóði er
minst var á að láta hann falla niður. Vörn hans í því máli
á siðasta kirkjuþingi verðskuldar að hún sé lengi í minnum
höfð. F. M.