Sameiningin - 01.06.1934, Síða 4
82
óvinum sínum: “Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki
hvað þeir gjöra.”
Greinilega er þetta eitt nýstárlegasta og frumlegasta at-
riðið í kenningu frelsarans. Hlýðnin við það hefir oftast verið
mjög hikandi eins og líka trúin á mátt fyrirgefningarinnar.
Menn skortir gjarnan hugrekki lil að leggja út á þessa leið.
Menn afsaka sig með því að það sé þýðingarlaust og gagns-
laust eða jafnvel rangt og siðspillandi. Menn telja sér trú
um að það sé að hopa af hólmi við hið illa. Þeim er miklu
tamara að beita hið illa valdi en verða i viðureigninni oft yfir-
bugaðir af valdi þess.
Alvarlegur misskilningur liggur hér lil grundvallar. Út
frá því er oft gengið að ineð því að fyrirgefa verði syndin
rýrð í huga þess, er hennar verður aðnjótandi. Að þannig
veiki fyrirgefningin sannan siðferðisþrótt. Að hún sé ekki
samboðin vandlátum Guði og virðuiegum mönnum. Hún
láti í raun réttri hið illa halda velli. En fyrirgefningin er
nokkuð annað og meira. Hún beitir þann er rangt fremur
afli kærleikans í stað hefndarhugs eða haturs. En það er
auðveldara að stæla sig gegn hefndarhug og hatri en gegn
kærleikshug og fyrirgefningu. Fyrirgefningin er þannig
skæðasta vopnið í baráttunni gegn því illa. Hún kennir að
yfirbuga hið vonda með hinu góða. Hún safnar glóðum elds
yfir höl'ði meingjörðamannsins og vekur fremur samvizku
hans en nokkuð annað. Hún er sönn útþýðing á föðurhug
Guðs og bróðurhug manna, sem eltki slítur sambandið við
þann er sjálfur kann að vilja hafna því. Hefndarhugur vekur
gjarnan sjálfsvörn en fyrirgefning sjálfsauðmýkingu.
En hvatir mannsins hneigjast ekki auðveldlega að fyrir-
gefningu. Eðlishvöt hans stefnir miklu fremur að hegningu
og hefnd, ekki sízt ef honum finst hann hafa valdið til að
framfylgja því. Það er svo alment siðferðislegt þroskastig,
að hafa sterka trú á því að láta þann, sem rangt hefir gert
verða fyrir sem þyngstri hegningu. Það virðist svo tilhlýði-
legt að hann þurfi að líða sem mest. Við huggum okkur
gjarnan við að það muni kenna honum að verða ekki sekur
á ný. Þannig dregur hefndartilhneigingin gjarnan á sig sið-
ferðisblæ. Þessu hefir verið framfylgt allmjög á öllum svið-
um lífsins. Þannig hafa einstaklingar breytt við einstakl-
inga, er gert hafa á hluta þeirra. Þannig hafa ríkin farið með
hrotlega borgara sína, að hefnd fremur en hjálp hefir vakað
fyrir alt of víða, þó farið sé að rofa fyrir betri degi í þessu
efni. Þannig hefir þjóð breytt við þjóð eins og ferskt er í