Sameiningin - 01.06.1934, Qupperneq 16
94
Sameiningin árnar þessum iingu mönnum allrar hamingju
og að þeir megi vinna sem þýðingarmest starf í kirkju Jesú
Krists.
Séra N. S. Thorláksson og frú hans ferðuðust að loknu
kirkjuþingi í fyrra til Edmonton í heimsókn til Hálfdáns,
sonar þeirra, er þá var þar búsettur. Hefir hann síðan flutt
aftur til Winnipeg, en skipar áfram ábyrgðarmikla stöðu hjá
Hudson Bay félaginu. Séra Steingrímur heimsótti tvívegis
fslendingabygðina við Markerville meðan hann dvaldi í Al-
berta og flutti þar guðsþjónustur. Seint í ágúst héldu þau
hjónin áleiðis til Seattle, og dvöldu þar hjá Friðrik lækni,
syni sínum, þar til seint í janúar í vetur. Þau heimsóttu einn-
ig bróður frú Thorláksson í Tacoma. Þrátt fyrir það að séra
Steingrímur gekk tvívegis undir uppskurð rneðan hann dvaldi
í Seattle, prédikaði hann við allmörg tækifæri í Hallgríms-
söfnuði og víðar. Þau hjón eiga í Seattle fjölda vina, eins og
víðar, og var það öllum hið mesta gleðiefni hve ung þau eru
enn í anda, og ern, þrátt fyrir þá læknishjálp, er hann þurfti
að njóta og dvöl á spítala. Þau fóru frá Seattle áleiðis til
dóttur sinnar í Suður Dakota, Var séra Steingrímur hinn
frískasti er hann lagði upp í þá löngu ferð. Góðar fréttir
hafa horist af þeim síðan.
Páll G. Johson hefir nú lokið tveggja ára námi við lút-
erska prestaskólann í Saskatoon. Hann hefir í vetur þjónað
að nokkru leyti í austurhluta Vatnabygðanna samhliða nám-
inu.
“A vegum Indlands”
(Framh.)
Með þetta fyrir augum tók hann til starfa. Hann sagði
tilheyrendunum frá Jesú Kristi. Gaf sig að vitnisburðinum,
en reiddi sig ekki á eigið hyggjuvit. Söfnuðurinn var ensku-
mælandi, sem hann hafði verið sendur til. Fyrst framan af
voru það aðallega stéttleysingjar, sem sóttu trúboðssam-
komur hans. Þó slæddust þangað nokkrir upplýstir menn,
og hópur þeirra fór smásaman vaxandi. Indverjar eru vel
gáfaðir og talsvert gefnir fyrir orðastælur; þeir hafa gaman
af að spyrja trúboðann í þaula. Á einum fundinum ætluðu
tveir Hindúar að koma honum i vandræði. Þeir kröfðust