Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1934, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.06.1934, Blaðsíða 13
91 ferðaðist dr. Fosdick til vígstöðva á Frakklandi eins og margir þjóðmæringar aðrir, flutti þar ræður i herbúðum landa sinna og hvatti þá til ötullar framgöngu. Síðan hefir hann játað það, að hann sjái eftir þeirri frammistöðu og líti nú öðrum augum en áður á heimstríðið mikla, og hernað allan yfirleitt. Þessa játningu ítrekaði hann á friðarmála-fundi i New York fyrir skömmu, og heindi orðum sínum að “hermanninum óþekta” (the unknown soldier) :— “Ókendi hermaður! Hvernig get eg hætt þér það, nokk- urn tíma? Mig langar til að jafna reikninginn sjálfur, eftir því sem eg get.—Eg afneita hernaði, fvrir þau mein, sem hann vinnur okkar mönnum.—Eg afneita hernaði fyrir þau mein, sem hann lætur okkur vinna mótstöðumönnunum. Eg afneita þessum hlutum, og aldrei framar skal eg taka þátt í nokkru stríði. “Eg hvatti liðsveitirnar fram til manndrápsverka. Þið sjáið, af hverju eg gjöri málið svona persónulegt. Eg laug að óþekta hermanninum um væntanlegan réttlætis-ávöxt af styrjöldinni. Það lið sem eg veitti stríðinu þá, hvílir nú eins og þungur dómur á sál minni.—Menn geta ekki tileinkað sér bæði Krist og hernaðinn í einu. Eg afneita hernaðinum.” í þessa sömu átt mun hugurinn stefna hjá kirkjuleiðtog- um langflestum, hér í landi, þótt meiri hlutinn sé varla reiðu- búinn að taka af skarið eins gjörsamlega og dr. Fosdick. En sú skoðun er áreiðanlega að ryðja sér til rúms, að lcirkjan þurfi að veita friðarhugsjóninni eindreginn og öflugan stuðning bæði í orði og verki, og vinna miklu betur að þeim málum framvegis, heldur en hún hefir hingað til gjört. The Federation of Churches send'i í vetur fyrirspurn til hundrað þúsund klerka, um skoðanir þeirra á ýmsum mannfélags- málum. Uni tuttugu þúsund sendu svör, sem nú er búið að liða sundur og flokkfæra. í friðarmálinu var ákveðin meiri hluti framsóknarmegin; sevtján þúsund tjáðu sig mót- fallna heræfingum í ríkisháskólum; sextán þúsund og fimm hundruð voru á móti því að Ðandaríkin skærust í leikinn, með herafla, ef öðrum þjóðum lenti saman í ófriði; fjórtán þús- und vildu að kirkjan lýsti formlegu hanni ylir vígum og hernaði vfirleitt. Þrettán þúsund kváðust aldrei mundu taka þátt í ófriði; átta þúsund vildu eltki þjóna sem herprestar i ófriði, en nokkru fleiri voru þó til með það, eða að minsta kosti í vafa. Svörin komu auðvitað helzt frá þeim mönnum, sem hallast nokkuð mikið í byltinga-áttina; en mikill meiri hluti prestanna lét alls ekki til sín heyra. En hvað sem því

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.