Sameiningin - 01.06.1934, Side 5
83
minni, t. d. í sambandi við Versailles friðarsamningana.
Sjálfsagt talið að láta kné fylgja kviði þegar þess er lcostur.
Alt hefir þetta viljað teljast siðferðislega rétt. Og of oft hefir
kirkjan fremur lýst velþóknun en vanþóknun yfir öllu saman,
eins fjarri og það er anda Jesú Ivrists.
Það verður ekki sagt með sanni að þessi aðferð sé sigur-
sæl gegn því illa, eða miði að því að gera vonda menn góða.
Einstaklings hefnigirni margfaldar hatnr og festir það rótum.
Þó ríkið verði að beita valdboði gegn misgjörðamönnum, er
kunnugra en frá þurfi að segja að það upprætir ekki hið illa
né tekur fyrir að misgjörðamönnum fjölgi. Styrjaldir milli
þjóða—og í þeim er venjulega hefndarhugur—hafa ekki dreg-
ið úr misgjörðum á því sviði, heldur eflt ófriðarferlíkið, sem
nú ógnar allri menningu með eyðileggingu og steypir haturs-
flóði yfir heiminn. Andspænis j>essu stendur sú staðreynd
að fylgi menn orðum Krists og dæmi í þessu efni, miðar það
alveg í gagnstæða átt. Fyrirgefningarhugur hans hnekkir
mætti hins illa að eitra út frá sér og auka hatrið. Eina úr-
lausnin sem þar blasir við þjóðum og einstaklingum er að
losa sig við arfleifð haturs og hefndar frá því liðna og læra á
grundvelli góðvildar að vera hver öðrum að liði.
Því er ekki að neita að sá fyrirgefningarhugur, sem flest-
um okkar er unt að sýna, er fremur máttlítill. Kærleikur
vor er sjaldnast megnugur að verða þykkjunni yfirsterkari.
Þess vegna er svo’ oft lítið aðlaðandi við samfélag vort og
lítill máttUr þess til hjálpræðis. Þó er fyrirgefningin það
bezta, sem við getum lagt til þess ástands, sem hið illa hefir
spilt. Hún dregur úr en eykur ekki mannlífsbölið. Þroski
vor á að miða að því að gera máttugri kraft fyrirgefningar-
innar í lífi voru.
K. K. ó.
Vakningaþörf
Sameiningin mintist í vor á viðleitni Sameinuðu kirkj-
unnar lútersku, í þá átt, að glæða hjá sér andlegt líf; og þeirri
spurningu var beint unr leið að lesendum blaðsins, hvort
ekki mundi vera viðlit að reyna eitthvað svipað í vorum hópi
líka. Spurningin skal nú endurtekin: Getum vér ekki tek-
ist á hendur eitthvað nýtt, sem gæfi von um andlegan gróða;
orðið samtaka um að rækta betur einhvern blett í vingarð-