Sameiningin - 01.06.1934, Síða 14
92
líður, þá bera undirtektirnar vott um sterka og ákveðna frið-
arhreyfingu á vegum kirkjunnar.
Og hugsjónin á sér enn þá marga örugga talsmenn á
þjóðþingum og í stjórnarsölum hér í Ameríku og víðar, þrátt
fyrir horfurnar. Það sýndi sig meðal annars í vetur seint,
þegar öldungadeildin í Bandárikjaþinginu tók sig til og skip-
aði nefnd úr sínum hópi til að rannsaka vopnaiðnaðinn
og afstöðu hans alla í heimsmálunum. Nefndin tekur til
starfs í sumar eftir þinglok. Líklega var sú samþykt nokkurs
konar bergmál af umræðum almennings um þetta vígvéla-
verzlunar-fargan. Það mál hefir valdið heilmiklu umtali um
þvert og endilangt landið, síðan greinin birtist í tímaritinu
Fortune, sú sem getið var um í Aprílblaði Sameiningarinnar.
Að öllu samanlögðu hafa þá friðarmenn alls ekki mist
sigurinn úr höndum sér, þótt þeir eigi vitanlega við ramman
reip að draga.
Sex mánuðir eru nvi liðnir síðan alþjóðar vínbann var
lir gildi numið í Bandaríkjunum; en sex eða sjö mánuðum
þar á undan hafði þjóðþingið samþykt lög, sem lýstu léttan
bjór óáfengan og leyfðu sölu þess drykkjar um alt landið.
Þessar breytingar áttu að verða til óskaplega mikillar bless-
unar fyrir land og lýð, eftir spádómum afnámsmanna. Vín-
skatturinn átti að fylla stjórnarfjárhyrzluna; vínsmyglar að
hverfa úr sögunni; atvinna að aukast; lögbrjótar að missa
móðinn; löghlýðni fólksins að fara dag-batnandi, og svo
framvegis. En ekkert af þessu er enn farið að rætast, svo
að séð verði. Bindindismenn hafa hvað eftir annað bent á
ófögnuð ýmsan, sem vínhelgunin hefir nú í för með sér, eins
og jafnan áður. En svo vilja víst margir taka það með af-
föllum, sem þeir leiðindaseggir segja. En þegar þjóðþingið
í Washington, æðstu embættismenn stjórnarinnar og jafnvel
forseti sjálfur játa misfarirnar, þá ætti að mega gefa því ein-
hvern gaum.
Vinmálið kom til umræðu í öldungadeild þingsins fyrir
skemstu; og gömlum þingmönnum, sem áður stóðu þar önd-
verðir, kom nú ágætlega saman. Þeir hörmuðu allir vaxandi
vínsmyglun og aðra óhæfu, sem aukist hefir í skjóli nýju
vínlaganna. Cummins dómsmálaráðgjafi var viss um það,
að smyglun hefði ekki minkað síðan liannið var afnumið.
Hann vúdi víst ekki taka of djúpt í árinni. En Choate vín-
mála-ráðunautur sagði að ástandið væri miklu verra en það
hefði verið áður fyr, þegar löghelgaðar knæpur stóðu í mest-
J