Sameiningin - 01.06.1934, Side 15
93
um blóma. Walsh senator frá Massachusetts, sem áður var
ákveðinn afnámsmaður, fann litla ástæðu til að fagna yfir
ástandinu, eins og það nú er. “Þegar fólkið greiddi atkvæði
á móti banninu,” sagði hann, “þá var það ekki gjört í þeim
tilgangi, að síðari villan yrði verri hinni fyrri.” Skatttekjan
af sterkum vínföngum, segja fjármálablöð, verður ekki þriðj-
ungur af því, sem búist var við, þegar skatturinn var lagður
á—nema stjórnin sýni nú rögg af sér, og henni takist að
stemma stigu við óleyfilegri bruggun og vínsölu. Douglas út-
gjaldaráðunautur hafði gjört ráð fyrir hálfri sjöttu miljón
dollara til framfylgingar nýju vínlögunum, en forseti tvö-
faldaði þann útgjaldalið og bað um ellefu miljómr.—Og lög-
brjótar hafa víst sjaldan verið mikilvirkari heldur en þeir
eru nú.
Þessa hluti þarf enginn að undrast. Vínverzlun hefir
aldrei annað en eymd og spilling í eftirdragi, hvort sem hún
er leyfð eða bönnuð. Ástandið á bannsárunum var ekki bann-
inu að kenna—eins og afnámsmenn sögðu—heldur víninu.
Þessi saga er höfð eítir ungum rithöfundi: “Ungur mað-
ur fann einu sinni fimm dollara seðil, sem lá á strætinu. Eftir
það lyfti hann aldrei augum frá götunni þegar hann var liti
á gangi. Eftir mörg ár hafði hann með þessu móti komist
yfir þrjátíu þúsund hnappa, fimtíu og fjögur þúsund títu-
prjóna, tólf koparskildinga, bogið bak og stirða geðsmuni.
En hann hafði mist af gulli sólarljóssins, dýrð stjarnanna,
brosi vina sinna, fegurð skógarlaufsins, bláma himinsins, og
gjörvallri gleði lífsins.”
G. G.
Þann 26. apríl í vor útskrifuðust þeir guðfræðisstúdent-
arnir Bjarni A. Bjarnason og B. Theodore Sigurðsson frá
Northwestern lúterska prestaskólanum í Minneapolis. Eins
og kunnugt er, hafa þeir stundað nám við þennan skóla í tvo
vetur. En veturinn 1931-2 stunduðu þeir nám við lúterska
prestaskólann í Seattle. Hafa báðir þessir ungu menn getið
sér hinn bezta orðstír við námið. Hefir "fheodore Sigurðsson
tekið köllun safnaðar vors í Selkirk, sem faðir hans þjónaði.
Ekki er cnn ráðstafað hvar Bjarni A. Bjarnason muni starfa.