Sameiningin - 01.06.1934, Síða 17
95
þess, að hann sýndi þeim einhvern stað í nýja testamentimi,
þar sem Kristur segðist vera Guðs sonur. Stanley vissi, að
þau ritningarorð voru til, en vers og kapítula mundi hann
ekki í svipinn. Þá er eins og honum sé sagt að líta á opið
nýja testamentið fyrir framan sig, og þar sér hann þennan
vitnisburð frelsarans, ljósan og greinilegan, á alt öðrum stað
en þeim, sem hann hafði verið að hugsa um! Innri röddin
hafði enn sem fyr leiðbeint honum dásamlega.
Jones hafði brátt fleira við að stríða. Hann lagðist veik-
ur, í hitasótt þeirri, sem ásækir vestanmenn þar í landi. Hon-
um batnaði þó aftur í bráðina, en heilsan var hiluð. Ilita-
veikisköstin lögðu hann í rúmið hvað eftir annað. Honum
var leyft að taka sér hvíld frá starfinu og ferðast heim til
Ameríku; en þegar hann kom til Indlands aftur, sótti undir
eins í sama horfið. Hann gat ekki fengið heilsuna aftur. Var
þá rétt að honum komið að hætta við starfið—gefast upp.
Leggur hann þessi vandræði fyrir Guð í bæn; tjáir sig enn
sem fyr reiðubúinn að gjöra Guðs vilja. Þá er alt í einu eins
og sagt sé við hann: “Þú skalt ekki kvíða neinu um heilsu-
farið, eg mun sjá fyrir því!” Þá var þrautin unnin. Auðvit-
að. Hvenær hafði þessi innri rödd brugðist honum? Heilsan
var honum ekkert áhyggjuefni framar. Næsta morgun kendi
hann sér ekki meins, og honum hafði aldrei liðið betur. Og
síðan hefir honum aldrei orðið misdægurt.
Það hefir aldrei þótt áhlaupsverk að fást við kristniboð á
Indlandi. En um þær mundir, þegar Stanley Jones byrjaði
starf sitt í Lucknow, voru erfiðleikarnir hálfu meiri en áður.
Sjálfstæðisstefnan var að ryðja sér til rúms, og með henni
magnaðist hatur þjóðarinnar á vestrænum yfirráðum og helzt
öllu, sem vestrænt var talið. Væri minst á kristindóminn á
samkomum Indverja, þá svaraði fólkið með óhljóðum. Ekki
voru þó öll sund lokuð fyrir kristnum áhrifum, því að hugur
þjóðarinnar var að breytast, einkum á meðal æskulýðsinsins.
Menn voru farnir að hugsa og spyrja. Jafnvel þótt þeir könn-
uðust ekki við að hin gamla hefði brugðist, þá vildu þeir
gjarnan veita athygli sérhverju því, sem gæti gefið landi
þeirra von um nýjan og betri dag.
Hér var tækifærið, sem Stanley Jones bar gæfu til að
nota. Þessir menn höfðu “vestræn trúarbrögð,” eða hin
venjulegu fræði kirkjunnar; en þegar þeim var sagt frá Jesú
Kristi sjálfum, þá hlustuðu þeir. En Jones var þangað kom-
inn einmitt til þess að boða þeim Krist. Og orðið “kristin-
dómur” er ekki til í nýja testamentinu. Var þá ekki lang-
L