Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1924, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.02.1924, Qupperneq 14
44 a'ö falla? Á hann ekki lengur að vera hryggum og þjáðum hugg- un og hlíf, og undirokuöum von og styrkur? Á hann- ekki leng- ur að vera óyggjandi boðberi sannleikans og endurlausnari heimsins? Eigum víð ekki lengur aö byggja von okkar og sálu- hjálp á persónu Jesú? Ef hann er ekki nema maður, þá getum við það ekki, því þá er 'hann ófullkominn eins og við. Ef viö lítum á hann aðeins sem góðan mann, þá krossfestum við hann eins og Pilatus forðum: Þá neitum við að trúa þvi, sem hann sagði' um sjálfan sig, og höfum með því dæmt hann. Eða viljum við trúa Jesú og leggja lif okkar á hans vald,— trúa honum fyrir eilífri velferð o'kkar? — í þessu efni dugar engin hálfvelgja. Annað hvort er Jesús Guðs son og frelsari okkar, eða hann er óáreiðanlegur á að byggja. Gerum þess- vegna annaðhvot: Gefum okkur honum á vald með lífi og sál, óhikandi og alveg skilyrðislaust, og trúum orðum hans skil- vrðislaust, eða afneitum honum óhikandi, og alvcg skilyrð'is- laust. F.g er hér að prédika Jesúm Krist og hann krossfestan. Kristin kirkja stendur, eða fellur, nieð ]>eirri kenningu, að Jesús Kristur sé Guðs einkason, og frelsari okkar frá synd og eilíf- um dauða. Ef Jesús er ekki Guðs son, og frelsari mannanna, þá ■er trú okkar ónýt, prédikun min, og allra annara presta ki'rkj- unnar, heimska og villa, og þvi fé, sem varið er til viðhalds og útbreiðslu kristninnar ver eytt en þótt því væri fleygt í sjóinn. Ef Jesús' er ekki sonur hins lifanda Guðs, eins og hann sagðist vera, þá erurn við, sem köllum okkur kristin, aumkun- arverðust allra manna, því þá höfum við bygt alt líf okkar á lygi og misskilningi. Þessvegna verðum við að gera upp reikn- ingana og spyrja: “Hvað á eg að gera við Jesúm, sem Kristur er kallaður?" Eigum við að meðtaka hann sem frelsara okkar, ■eða eigum við að afneita honum, og dæma hann, með Pílatusi, til krossfestingar, þ. e.: afneita guðdómi hans og friðþægingu? Eg geri ráð fyrir, að þegar við hugsum okkur um, þá vilj- um við ekki afneita Jesú, sem e'r hið eina, sem við þekkjum, sem við getum bygt von okkar á í lífi og dauða. En Eve mikil ábyrgð hvílir þá á okkur, hversu vakandi ættum við þá að vera að hugsa um Jesúm og kenningu hans. Því að ef Jesú er Guðs son og frelsari okkar, þá hlýtur að vera mikið i húfi, að vi'ð hlýðum boöum hans og útbreiðum sannleikann urn hann. Ef við trúum honum ekki, honum, sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið, þá getum við ekki verið sannleikans megin, heldur erum við á rangri braut, og andlegu lífi okkar er hætta búin. „Sá, sem er sannleikans megin, heyrir mína raust,’’ segir Jesús.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.