Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1924, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.02.1924, Blaðsíða 21
51 Kraft. Eg hefi aldrei þekt þá menn kristna, sem höföu mætur á spilum og 'leikhúsum og veðreiöum, og leiddu þó aöra menn til Jesú Krists. Þeir tala um þessi gríðar-miklu áhrif sín. Eg efast ekki um þaS, aS ef þiö heföuð komiö til Sódómu fáum dögum áöur en hún fórst, þá hefSf ykkur verið sagt, að Lot væri mestur á- hrifamaður þar. Þið1 munduð hafa séð hann sitja i borgarhlið- inu. Hann hafði sjálfsagt komist í embættí, verið kjörinn dómari, ef til vill, eða borgarstjóri í Sódómu. ffann átti víst sumar dýrustu horn-lóðirnar. Frú Lot var í góðum kunnings- skap við fínasta fólkið í borginni. Sódómubúar mundu hafa sagt ykkur, að Lot væri hygnari miklu, og meiri gróðamaður, heldur en Abraham föðurbróðir hans, og ef hann lifði tuttugu ár til, þá yrði hann ríkari þeirra tveggja. Málsmetandi maður í mieira lagi! En mér er spurn: var það mikill kraftur, sem hann hafði ? Eg get ímyndað mér, að þegar Abraham var að biðja fyrir Sódómu, þá hafi' hann hugsað sem svo: ‘‘Lot hefir mikil áhrif í Sódómu. Eg heyrði fólkið láta mikið af honum, þegar eg var þar um daginn. Hann er búinn að vera þar í tuttugu ár, og sjálfsagt er það meira en hálfur svndari á ári, sem hann hefir snúið til Guðs. Það hljóta að vera tíu menn réttlátir í Sódómu." En Sódóma var eydd. Lot hafði aldrei snúið þar nokkrum syndara; >en eigin fjölskyldu sinni var hann búinn a<5 gjör- spilla. Sækist eftir veraldlegum áhrifum, ef þið viljið, en þau deyja með ykkur. Hvar eru áhrif Akabs í dag? Hvar eru á- hrif Nebúkadnesars og allra hinna, í samanburði við áhrif Elía og Daníels? Daníel fór úr heimi þessum fyrir tuttugu og fimm hundruð árum, en nafnið hans skin enn á himni sögunn- ar, og mun skína þar að eilifu. Hlann sigraði freistingarnar. Hefði hann ekki gjört það, þá hefði þær steypt honum niður í díkið, eins og hinum. Hann hef ði' getað sagt sem svo: "Eg glata stöðu minn og virðingu, nema eg drekki sama vín og eti sama mat, eins og konungurinn. Eg glata öllum á- hrifum.’’ Verið getur, að hann hafi glatað áhrifum; en, Guði sé lof, hann öðlaðist kraft. Getið þið sagt mér, hverjir voru miljóna- mæringarnir í Babýlon? Eða hershöfðingjarnir ? Nöfnin hafa rotnaö með líkum þeirra; en Daniel lifír áfram. Af hverju? Af þvi a® hann valdi það, sem rétt var, og sigraði freisting- arnar. Önnur stór-freisting er fólgin í vanrækslu hvildardagsins

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.