Sameiningin - 01.02.1924, Side 23
53
ar, sjö dálkar. (Ágætt aflestrar á sunnudegi!). Þjófnaöur og
rán, tuttugu og fjórir dálkar.
íþrótta-fregnir, áttatíu og einn dálkur ("gott andans fóöur
á sunnudegi \). Sniávegis um leikhúsin, fjörutíu og fjórir dálk-
ar. fGetum ekki án þess verið á sunnudegi, auðvitaö!). Lausa-
hjal um daginn og veginn, og tízkuna, sjötíu og sjö dálkar.
('Sálin verður víst feit á því fóðri?).
Æsingamál, fjörutíu og tveir dálkar. ('Fólk hefir ýmugust
á “æsandi” stólræðum, en fjörutíu og tveir dálkar af æsingar-
cfnum í blöðunum — það‘ er annað mál!). Skáldsögur, níutíu
og níu dálkar. Slúöursögur, óhreinar og persónulegar, átta dálk-
ar. (Hugsið ykkur kristinn mann, sem lætur annað eins blað
liggja fyrir börnunum sínum!)
Útlendar fréttir, fjörutíu og sjö dálkar. Pólitiskar fréttir,
hundrað og þrettán dálkar. Ýmiskonar fréttir, níutíu og tveir
dálkar.
Ritstjórnar-greinir, þrjátíu og níu dálkar. Ritgjöröir um
valin efni, hundrað níutíu og níu dálkar. Um listir og bók-
Tnentir, tuttugu og fjórir dálkar. Trúmál, þrír dálkar og einn-
fjórðí. (Ágætar ræður í sunnudagsblöðum!).
Níu hundruð og ellefu dálkar rúmir, og þar af þrír og einn
fjórði um trúmál. Það er nú helgidaga-lesturinn. Sjálfur
Gabríel gæti ekki náð valdi yfir áheyrendum með höfuðin full
af slíku fóðri! Eg segi ykkur, að við þurfum trúvakningu,
sem sópi þessum snunudagsblöðum burt úr landinu.
Sú var tíðin, að kaupmaðurinn lokað'i búð sinni á laugar-
dagskvöldi, og tók sér hvild á sunnudeginum. Hann notaði
daginn til bænar og tilbeiðslu, til að endurnæra sál sína. Nú á
dögum lokar hann að vísu búðinni, en hann setur glymjandi
auglýsingu í sunnudagsblaðið, og rakar að sér meiri verzlun,
heldur en á nokkrum öðrum degi vikunnar: “Mánudags-
kjörkaup“. Hann tekur auðvitað sunnudagsblaðið
og les, til að sjá, hvort rétt sé farið með auglýsinguna; og börn-
in hans bíða eftir tækfæri til að lesa um kappleikana, eða þá
slúðursafn vikunnar. Og svo eru menn stein-hissa á því, að
börnin þeirra skuli leiðast afvega. Það er einmitt furða, hve
mörg þau eru, sem ekki spillast. Góðir menn, hvað hafið þið
gjört við samvizkuna? Eg vona, að hún slái ykkur næst, þegar
þið bjóðist til að styrkja sunnudagsblað'.
Já, maðurinn anar beint í freistinguna, og svo fuúðar hann
sig á þvi, að' hann var freistaður. Heimurinn þarfnast menn,
sem þora að lita framan i þessi mál, og standa við það, sem rétt
er, þó þeir hafi alt mannkynið upp á móti sér.