Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1924, Qupperneq 31

Sameiningin - 01.02.1924, Qupperneq 31
61 er alt, sem fullnægi heilbrigðu hjarta, þar er vernd og umönn- un, þar er holl starfsemi, þar er kærleiki, friður og saklaus gleði. Burtför sonarins sprettur af löngun unggæöingslegri til að njóta lífsins og kanna ókunna stigu. En Jesús sjrnir, aö þar dregur syndarinn sjálfan sig á tálar. Syndin fullnægir ekki þeirri löngun; á landi hennar lærum viö ekkert nema þaö, aS finna, hve ljót hún er og óholl, og hve heimskir viö vorum, að villast burt frá Guði. Ekki græðum við heldur neitt á synd- inni, annað en bitra reynslu. Syndalífið er fyrst og fremst út- legð; það er illur lifnaður og eyðing á kröftum, tækifærum, og öllu því, sem við höfum gott af Guði þegið. Slíkur lifnaður endar í skorti, vinaleysi, vonbrigðum, niðurlægingu. Alt þetta er okkur sýnt með dásamlega skýrum dráttum í dæmisögunni. Og úr þeirri neyð er enginn vegur annar en sá, sem liggur heim aftur til föðursins. Og enn fremur: fööurástin kemur frávilta syninum að einu gagni, og að eins einu, í fjarverunni, — hún gefur honum hvöt og hugrekki til að fara heim aftur. í fjar- læga landinu gaf honum enginn neitt, ekki einu sinni faðir hans. Faðirinn tók honum opnum örmum, þegar hann kom heim. Náð Guðs veröur ekki þegin, nema við kjósum að lifa með Guði. Þannig lætur Jesús dæmisögu þessa kenna okkur það, að svo indæl sem föðurástin er, þegar við hverfum heim aftur, þá heföi verið margfalt betra, að villast aldrei burt. Og svo sýnir hann okkur í niðurlaginu annars konar frá- fall, sem er ef til vill hættulegra en hitt. Það er hugarfar eldra sonarins. Elann er í raun og veru horfinn burt frá föður sín- um, fjarlægur honum í hjarta, jafnvel kominn lengra í burt, heldur en yngri sonurinn hafði verið. Þannig fer mönnum, sem varðveita sóma sinn hið ytra, en eru inni fyrir kaldir og eigingjarnir, og ósnortnir af miskunn Guðs. Við lifum ekki með Guði, nema andinn hans, andi kærleiks og miskunnar, búi í hjörtum okkar. Sálmar: 241; 168; 169; 211; 222; 351. ; . 1 34. Lexía: Ríki maðurinn og Lasarus—Lúk. 16, 19-31. MINNIST.: Það liggur fyrir mönnum ejtt sinn að deyja, en. eftir það er dómurinn—Heb. 9, 27. Jesús varar okkur sterklega við allri ágirnd og auðæfa- dýrkun, eins og áður var skýrt frá í lexíunum. En er það þá rangt, að eiga jarðneskar eignir? Eða hvað skal gjört við heimsgæðin. Þau eru þó góð, í sjálfu sér, eins og allar gjafir Guðs. Slíkum spurningum svarar Jesús i dæmisögunum um rangláta ráðsmanninn (Lúk. 16, 1-8), og um ríka manninn og Lazarus, sem er texti lexíunnar. Lykillinn að fyrri sögunni fyrst i ályktunarorðum Jesú: “Gjörið yður vini með mammón ranglætisins, svo að þeir, þegar

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.