Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1925, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.03.1925, Blaðsíða 11
73 vínið er annars, vegar, getur verið hætta á ferðum. Allir góSir menn og góðar konur vilja í lengstu dög verja heimili sín og varðveita frá allri hættu. Finst þeim þá ekki, a'S þaS geti ver- ið nokkuð viðurhlutamikið, að hafa það um hönd, sem að minsta kosti getur verið hættulegt og áreiðanlega verður oft til ógæfu? Vínveizlur á heimilum eru víst talsvert tíðar, og vín er veitt í samkvæmum ekki ósjaldan. Hér er ekki um það aS ræða, hvort í sjálfu sér sé nokkuð athugavert við það eða ekki. En eftirtekt vildi maður vekja á því, hver hætta hér geti verið á ferðum fyrir unglinga. Vér skulum gera ráð fyrir, að kristið fólk hafi ekki um hönd óhóflega víndrykkju heima hjá sér. Vér skulum meira að segja viðurkenna, að það geti haft vinnautn um hönd í hófi, án þess að misbjóða sjálfsvirðingu sinni að no'kkru leyti. En getur það ekki verið skylda rnanns að neita sér um það. vegna þess, hve vandfarið er með vínið og hve mörgum þaö verður til falls ? Unglingurinn kemur þar í samkvæmi, sem vín er haft um hönd. Hann er því óvanur. Það er lagt að honum aS “vera með.” Hver vill taka á sig ábyrgðina, ef illa fer? Og það fer miklu oftar illa en vel. Meistarinn var nokkuð þungorður um ]tá, sem urðu til þess aS leiða smælingjana afvega. Og svo fara unglingarnir að hafa vín um hönd á skemtun- um sínum og dansleikjum. Unglingarnir sáu foreldra og eldra fólk hafa þaS fyrir sér. Og er ekki æði mikil hætta á ferðum, þegar vin er annars vegar á gleðifundum unglinganna? Væri það ekki vert, þeirra vegna. að láta það á móti sér að hafa vín um hönd í gestaboðum heima hjá sér? Því þaS er grátlegra en svo, að tárum taki, þegar einhver unglingur spillist og glatast. Og þeir hafa svo margir glatast. Er nokkuð eigandi á hættu, af þvi sem viS má ráða? Má maður eiga þaS á hættu, að svo geti farið, að maður verði or- sölc í ógæfu einlhvers manns? Myndi rnaður ekki öruggari með sjálfum sér, fyrir þaS, að hafa ólukku vinið alls ekki um hönd á heimili sínu? Eða hvað finst ykkur, feður—mæður? B. B. J. -o-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.