Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1925, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.03.1925, Blaðsíða 31
93 Nýlátinn er i Winnipeg þýzk-lúterski presturinn séra L. F. Tank, formaöur Canada-deildar Ohio-sýnódunnar lútersku, merk- ur maSur og ágætur kirkju-höfSingi, hálf-fimtugur að aldri. Dó úr lungnabólgu. Jaröarför hans fór fram 7. marz aS viSstöddu miklu fjölmenni. Fylgdu likinu 20'—30 prestar, flestir i embættis- skrúSa. Tvær likræSur voru fluttar, önnur á þýzku, hin á ensku. ÞriSji ræSumaSur var Björn B. Jónsson, er kjörinn hafSi veriS til aS bera fram kveSju-orS frá lúterskum prestum landsins.. Mörg simskeyti voru lesin, og var eitt frá forsætis-ráSherra King í Ottawa. SkólaráS Jóns Bjarnasonar skóla hélt fund í Winnipeg 23. þ. m., og stjórnarráS kirkjufélagsins átti f.und meS sér næsta dag á sama staS. Forseti kirkjufél., séra K. K. Ólafsson, var nýkominn úr ferSalagi vestur aS Kyrrahafi, og sat báSa fundina. Skrifari kirkjufélagsins, séra FriSrik Hallgrimsson, hfeir afhent embættiS varaskrifara, séra SigurSi Ólafssyni. Séra F. H. gerir ráS fyrir aS leggja á staS til íslands laust ef.tir miSjan apríl. Þann tíma, sem forseti kirkjufél. dvaldi í Seattle, bættust 50— 60 fullorSnir menn í söfnuSinn þar, — Hallgríms-söfnuS. Hefir söfnuSurinn samiS viS ungan guSfræSa-nema, hr. Kolbein Sæ- mundsson, um þjónustu fyrst um sinn. Aumingja presturinn. TímaritiS The Churchman, flytur þessa smágrein eftir bla&i suSur í Texas. ÞaS er ekki einleikiS meS prestinn. Sé hann gráhærSur, þá er hann of-gamall; en sé hann ungur, þá skortir hann þekkingu. Sé hann faSir tíu barna, er fjölskyldan of-stór; en séu engin börn, þá gefur presturinn ekki gott eftirdæmi Syngi konan hans í söng- flokknum, þá er hún þar til aS sýnast; en geri hún þaS ekki, þá lætur hún sig engu varSa starf manns sins Flytji presutrinn ræSur sínar af blöSum, þá er hann 'leiSinlegur; en prédiki hann blaSalaust, þá er þaS léttmeti Haldi hann sig heima í skrifstofu sinni, þá er hann ómannblendinn; en sjáist hann úti á stræti, væri honum nær aS sitja heima og hugsa um ræSuna sína. Heimsæki hann fátæk- linga, þá er hann aS sýnast fyrir mönnum; en komi hann á heimili hinna ríku, þá er hann höfSingja-sleikja. HvaS sem hann gerir, þá hefSi hann átt aS gera annaS, eins og allir vita.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.