Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1925, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.03.1925, Blaðsíða 23
85 átt að stemma stigu viö þrælahaldi, útburði barna, víndrykkju, frillulífi, skammarlegri meðferð á kvenfólki, ópíum-reykingum og öðrum ófögnuði sömu ættar. Mikinn hluta missíónar starfsins mætti í raun og veru kalla félagslegan umbótarekstur í stórum stíl. Eitt með öðru, sem. telja má kristniboðinu til sóma, er þetta, að viðleitni sú hefir ekki að eins komið upp fjöldamörgum kirkjum og aukið prédikunar-starfið ár frá ári, heldur hefir hún bætt þar við eins og aö sjálfsögðu, til að koma ókristnum þjóðum betur i kynni við frelsarann, nítján hundruö og tíu spitölum og lækninga- stofum, og þar að auki tuttugu og einu hæli fyrir blinda, daufa og mállausa, níutíu holdsveikrahælum, tuttugu heimilun^ fyrir ósjfct börn holdsveikra, kvennaheimil.um allmörgum og skólum til að kenna alls konar iðnir og akuryrkju. Jafnvel þótt útbúnaður sá, sem trúboðs-nefndirnar hafa getað veitt stofnunum þessum, sé m.jög svo af skornum skamti, þá hafa starfsjprennirnir verið valdir af mikilli varkárni, og allir hafa þeir fengið tekniskan undirbúning undir sín sérstöku störf. Ókleift væri það fyrir trúboðsnefndirnar, að koma slíkum stofnunum. á fót alstaðar í heiðingjaheiminum eða jafnvel að hafa svo margar sem þörf væri á í einu einasta landi; en þessar fáu, sem nefndirnar halda uppi, eiga að vera nokkurs konar tákn, eða, hlutrænar leksí- ur, til að sýna heiöingjunum sannan kristindóm í verkinu. Og þegar til þess kemur að eyöa hleypidómum, afla sér vel- vildar og skapa sér tækifæri til að boða Krist á þeim stöðum, sem áður voru erviðir aðgöngu, hvað mun þá reynast betur en ástúðleg umönnun um þá, sem bágt eiga? Innfæddur maður í Japan hafði mist báða fætur í stríöinu við Rússa. Hereford -kristniboði og kona hans álitu, að maöurinn gæti betur unnið fyrir sér, ef hann eignaðist ökustól. Frú Hereford náði saman ofurlítilli fjárupp- hæð með því að selja fáséða muni og saumadót; svo sýndi hún geisla-myndir og flutti fyrirlestra með. Ágóðinn, með ofurlitlu samskotafé, nægði til að kaupa stólinn i Ameríku og borga undir hann til Japan. En þá var eftir tollurinn, en það voru 3d yen, eða 15 dalir. Trúboðinn veik að þvi við tollþjóninn, að þar sem maðurinn hefði mist báöa fætur í þjónustu landsins, þá ætti landið hans að gefa honum upp tollinn á þessum stól. Tollþjónninn hló að honum og sagði, að engum nema útlendingi hefði getað komið slíkt til hugar. En trúboðinn færði rök fyrir sínu máli, og embætt- ismaöurinn lét loksins undan. Stóllinn var fluttur í bæjarráðshöll- ina. Japanski klerkurinn bar fótalausa manninn þangað á bakinu, og þar fór maöurinn sína fyrstu ferð á vagnstólinum í viðurvist allra yfirvaldanna. Alt var þetta fyrirhöfn mikil og tímatöf, en ómakiö var fúslega látið í té til hjálpar manni nauöstöddum, sem aldrei hafði komið í kristna kirkju. Atvikið hafði djúp áhrif á alla borgina.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.