Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1925, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.03.1925, Blaðsíða 6
68 uS.” “TrúiÖ á íGuS og trúiö á mig.” “Hjörtu yðar skelfist ekki né hræSist.” Og bænin! Bænin við skirdagsborðið, hjartan- leg, hrein og heilög eins og sjálfs hans sál. Fyrirbæn fyrir öll- um mönnum, sem vilja vera eins og hann. Og aö þeir séu eitt, Allir eitt, eins og hann og faðir hans eru eitt. Hoks er erfSaskráin. Konungurinn átti ekki til gull né dýrgripi að gefa þegnum sínum. En hann átti þaS, sem dýr- mætara var. Hann fær hirSmönnum sínum, þeim er hjá hon- um voru á skilnaðarstundinni, í hendur helga dóma, biður þá að varðveita þá og láta þá ganga að erfðum til allra þeirra manna, sem koma muni í ríki hans hér á jörSu allar aldir. Konungurinn Kristur hafði ekki lagt neitt lögmálsok á þegna sína. í hans ríki eiga allir menn að vera frjálsir. Þeir eiga ekki að láta stjórnast af öðru en anda hans. En nú á kveðju- stundinni afhendir hann ríkinu þó stjórnarskrá. Það er lang- stytsta og lang-einfaldasta stjórnarskráin, sem nokkuru ríki hefir verið gefin. Hún er þrjú orð: Elskið hver annan. “Nýtt boðorð gef eg yður, að þér elskið hver annan, eins og eg hefi elskað yður.” Með þessu eina boðorði tengir konungur- inn saman alla þegna ríkisins, hvar sem þeir eru í veröldinni. (Ö, veslings kirkja, sem ofþyngir samvizkum manna með margskonar kennisetningum, en vanrækir hið eina boðorð kon- ungs þíns!) Og svo er eftir að eins eitt. Með boðorði kærleikans hefir konungurinn tengt þegna sína saman. Nú þarf að tengja þá alla við hann. Það má ekki vera skilnaður milli þeirra og hans, þó hann deyi. Hann lætur þá vita það, að hann muni vera þeim nálægur eins fyrir því, þó þeir sjái hann ekki. Ást- úðlegt 'hjartans samfélag hans og þeirra skal viðhaldast að ei- lífu. Og hann langar til þess um fram alla hluti á kveðjustund- inni, að gefa það eitthvað öllum lærisveinum sínum, sem verði þeim heilagt hjálparmeðal til þess að viðhalda samfélaginu við hann, eitthvað, sem um allar aldir minni lærisveinana sérstak- lega á sig. Svo tekur hann það, sem var þar á borðinu fyrir framan þá, brauð og vín, blessar það, setur það í samband við sjálfan hann, sem nú á að fórna fyrir sannleikann og kærleik- ann, eins og páskalambinu hafði verið slátrað, og hann segir: “Gerið það í mína minningu.” Hafið um hönd samskonar mál- tíð, sem þá, er nú höfum við setið að hér hverir með öðrum í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.