Sameiningin - 01.03.1925, Blaðsíða 22
84
eru síðast á varSbergi, og nota nú þegar uppgötvanir þær hinar
nýju, sem í fyrsta skifti síSan sögur hófust, gefa von um aS veik-
ina megi lækna, aS minsta kosti á byrjunar-stiginu.
KristniboSsnefndir mótmælenda munu nú halda uppi 692
sjúkrahúsum og 1718 lækningarstofum á meSal heiSinna þjóSa, og
3,100,000 sjúklingar eru stundaSir þar árlega. Engri deild í trú-
boSsstarfinu hefir betur tekist aS opna húsdyr og mýkja hjörtu
heiSinna mannna; og engin þeirra hefir boriS meiri ávöxt andleg-
an. Þegar maSur er staddur í einni af þessum hógværlegu bygg-
ingum og sér, hversu blíSlega þjáSir menn eru stundaSir þar, þá
veit maSur meS vissu, aS GuS elskar þann blett, og manni hitnar
um hjartarætur viS þá hugsun, aS mennirnir geta boriS vitni um
líknarkraft frelsarans, ekki síSur í Asíu en í Vesturheimi.
Þá skal aS síSustu minst á félctgsleg umbótastörf.—Þegar fagn-
aSarerindiS er boSaS á rneSal heiSingja, þá er ekki til þess aS ætl-
ast af ný-kristnuSum mönnum, aS þeir geti hjálparlaust áttaS sig
á allri heimfærslu þess boSskapar og fengiS henni rúm í mann-
legu félagi. Kristnir menn í Vesturlöndum þurftu margar aldir
til aS læra þá leksíu. Hví skyldum viS þá láta lýSinn í Asíu og
Afriku fálma eftir sama lærdóminum í jafnmargar aldir? ÞaS er
lítill heiSur fyrir kirkjurnar í NorSurálfu og Vesturheimi aS þær
skuli hafa látiS hin praktisku viSfangsefni kristindómsins lenda
mestmegnis í höndunum á óháSum sjálfboSafélögum.
Til hvers er aS segja kris.tnum unglingi þaS, aS hann megi
ekki smakka vin, þegar vínsalarnir verSa á vegi hans alstaSar og
egna hann til aS drekka; eSa brýna fyrir einhverri stúlku s'kírlífis-
skylduna, þegar landssiSir allir heimila opinberan ólifnaS; eSa krefj-
ast þess af einum dreng, aS hann sé ráSvandur, þegar óráSvendn-
in er bæSi uppistaSa og fyrirvaf í heimilislífi því og viSskiftakerfi,
sem hann er partur af ? John E. Clough, kristniboSi hjá Telegú-
mönnum á Indlandi, fann þaS fljótt, aS hjá lægsta lýSnum þar,
Paríunum svo kölluSu, sem átu hræ og lifSu viS megnan óþrifnaS,
varS engu góSu til vegar komiS, nema bæjarlifi þeirra væri breytt
frá rótum. Fraser kristniboSi á -Ceylon, og Higginbottom í Alla-
habad, komust fljótta aS þeirri niSurstöS.u, aS meS því aS kenna
bæjardrengjunum reikning og -biblíusögu, og senda þá síSan' í
burtu án allrar tilsagnar í ærlegum atvinnugreinum, væri svipaS
áunniS, eins og meS því aS hella vatni ofan í grindar-hrip.
NáSarerindiS var til þess ætlaS, aS frelsa mannssálina bæSi til
þessa lífs og hins tilkomanda; og þegar trúboSinn kemur á meSal
fólks, sem ekki ber neitt skynbragS á afstöSu þess boSskapar viS
mannlífiS, þá er þaS vissulega í verkahring hans aS sýna þeim
hvernig þeir eigi aS lifa jbæSi í tímanum og eilífSinni. Og ein-
mitt þetta eru kristniboSarnir aS gjöra. KristniboSarnir hafa
ineiru til leiSar komiS heldur en allir aSrir menn til samans, i þá