Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1925, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.07.1925, Blaðsíða 13
203 Það einmitt vildi eg með þessum fáu orðum minum í kvöld, aö vekja yður til að hugsa þettá'mál frá rótum, hvort rétt sé eða rangt að fylgja þeirri lífsstefnu, að ráðast ávalt á garðinn, þar sem hann er lægstur. Samanburður er vanalegast óhjákvæmilegur, ef menn vilja vita hið sanna um tiltekið ástand. Vér leggjum mælikvarða á dúkinn, ef vér viljum fá hugmynd um stærð hans. Á sama hátt verðum vér að leggja mælikvarða á nútíðina, ef vér viljum dæma rétt um ástand hennar. Mælikvarðinn, sem vér eigum að leggja á kirkjuna er sá, sem höfundurinn lagði á hana í upphafi. Hér skiftast leiðir. Það skulum vér gjöra oss ljóst. Sú skoðun er til, sem ekki kannast við þennan mælikvarða. Hún talar um frjálsa kirkju, í þeim skilningi, að kirkjan kannist ekki við nein bönd, þekki engan mælikvarða, viðurkenni engan vegvísi, bindi sig ekki við neina stefnu nema þá einu, að hugsa og leita á þann hátt, sem hverjum og einum hæfir bezt eða er eðli- legast. Líklegast er nú þessi stefna í reyndinni með öllu óframkvæm- anleg. Því einhverjum grundvallar staðhæfingum verður ávalt að byggja á í öllu starfi. Og svo má með sanngirni spyrja: Hví skyldi maður fremur vera bundinn við það, að hugsa og leita, en við annað? Sú stefna, til þess að vera sjálfri sér samkvæm, ætti þá ekki að kannast við nokkur takmörk nokkurs staðar. Það verður óumflýjanlegt, að viðurkenna takmörkin, og deilu- efnið verður þá um það, hvar þau skuli vera. Það liggur fyrir utan svið þessa erindis, að færa fram sann- anir fyrir guðdómi Jesú Krists, eða þvi sem Pétur segir: “Þér vitið, að þér eigi eruð leystir með forgengilegum hlutum, silfri eða gulli, frá yðar hégómlegu hegðun, heldur með blóði eins og lýta- lauss og óflekkaðs lam'bs, það er, Krists” (l. Pét. 1, 18-19J. Vér teljum þetta óyggjandi sannleika, og vegna þess hefir það, sem Jesús Kristur segir, gildi. Þegar hann því segir: “á þess- mn kletti mun eg byggja kirkju mína,” getum vér allir skilið, að hann er að tala um þann mælikvarða, sem hann sjálfur leggur a kirkjuna. Hver hann? Það, sem Pétur segir rétt á undan: “Þú ert Kristur, sonur hins Iifanda Guðs.” Að þetta enn fremur sé ekki einungis stundar mælikvarði, heldur sá, sem gildir um alla framtíð, verður Ijóst af því, sem hann segir síðar: “Hlið 'heljar skulu eigi verða honum ('klettinum, sem kirkjan hvilir í) yfir- sterkari. Eg mun gefa þér lykla himnaríkis, og sérhvað, sem þú bindur á jörðu, skal á himnum bundið verða, og sérhvað sem þú leysir á jörðu, skal á himnum leyst verða.” fMatt. 16, 18-19J. Getur nokkur maður, sem Ies þessi orð með athygli, varist þeirri niðurstöðu, að Jesús Kristur er að fá lærisveinum sínum um

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.