Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1925, Page 16

Sameiningin - 01.07.1925, Page 16
206 hans, sem elskaSi oss aS fyrra bragði. 1 þeim málum, eins og öllum öiSrum, er Jesús Kristur vegurinn, sannleikurinn og lífið, leiöar- ljós vort, lífsins vatn. “í honum lifum, hrærumst og erum vér.” Fyrir allmörgum árum síðan hóf séra Jón Bjarnason heiö- ingjatrúboösstarf innan kirkjufélagsins. Þaö var í mjög smáum stíl til að byrja meö. Þaö var í því fólgiö, að glæöa hjá kristnum Vestur-íslendingum meövitund um beina og heilaga skyldu. sem Jesús Kristur lagði oss á herðar meö nærri síðustu orðv.num, sem hann talaði, svo líkamleg eyru heyrðu hann: “Fariö og gjöriö aliar þjóðir aö lærisveinum, og skírið þær til nafns fööur, sonar og heilags anda og kennið þeim að gæta alls þess, sem eg hefi boöið.” Svo voru menn hvattir til að sýna þetta í verki með því að leggja nokkurt fé i sjóð. Á eðlilegum tíma var svo farið að verja þessu fé til styrktar heiðingjatrúboðinu. Þá gaf Guð oss mann til að helga líf sitt því starfi. Það hefir farið með þetta mál, eins og mörg önnttr ágæt mál- efni. Það hefir náð inn að hjartarótum nokkurra manna og kvenna, en ntargir eru áhugalausir. Jafnvel heilir söfnuðir sinna því lítið eða ekkert. Til er jafnvel kuldi gagnvart því málefni. Menn segja, að heimaþarfirnar séu svo afarmiklar, að mönnum sé ekki unt að sinna slíku fjarlægðarmáli. Þeirri mótbáru hefir verið beitt mót heiðingjatrúboðinu í meira en 100 ár, eða síðan það var endurvakið í nútíðinni; en eru ekki öll boðorð frelsarans heima- þarfir? Rækir nokkur söfnuður þær þarfir, sem vanrækir eitt allra alvarlegasta boðorð hans? “Sá, sem hygst að forða lífi sinu, mun týna því.” Er það ekki eins satt um söfnuði, eins og einstaklinga? Þá kemur önnur mótbára. Fátæktin er svo ægileg, að vér verðurn að meta meira að metta og klæða hana, en að senda lífsins brauð til heiðnu þjóðanna, sent í fjarlægð og rnyrkri búa. Að það sé til fátækt og hún sár, sem stafar af atvinnuleysinu, sem hefir iegið eins og farg á þjóðunum síðan styrjöldinni linti, dettur mér sízt í hug að neita; en þegar eg hugsa um þann nærri takmarkalausa skara fólks, sem stöðugt streymir til allskonar skemtana, um þær fádæma fjár upphæðir, sem ganga í hreinan óþarfa, um ótakmark- að skart t húsbúnaði og klæðaburði, auk syndsamlegra nautna, verður ósamræmi lifsins eins og tröll í mínum augum, og eg spyr: hvar er nú fátæktin? Nei, það er eitthvað, sem fremur skortir en fé. í kirkjufélaginu eru fáein trúboðsfélög: í Selkirk, VVynyard, og örfá .önnur. Á síðastliðnu hausti stofnaði frú Karolína Thor- láksson, kona séra Octavíusar, trúboða vors, trúboðsfélag kvenna í Fyrsta lúterska söfnuði í Winnipeg. Það félag er undur fáliðað enn sem komið er, en fult af góðum vonum, að kraftarnir aukist með tið og tíma. Þetta mál er enn þá fremur óvinsælt meðal Vestur-íslendinga.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.