Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1925, Síða 17

Sameiningin - 01.07.1925, Síða 17
207 Fyrir þá orsök telja sumir þaö heppilegast, aS vera ekkert aö berj- ast fyrir því. Er þaö ekki aS ráSast á garðinn, þar sem hann er lægstúr? Ekki fæ eg séö, að meS því athæfi eöa aSgjöröaleysi, sé- um vér að feta í fótspor frelsarans. “Kristur leiö einnig fyrir yöur og eftirlét oss fyrirmynd til þess aö þér skylduö feta í hans fótspor’’ (I. Pét. 2, 21). Saga vor í þessu kirkjufélagi og núverandi ástand sýnir og sannar, aö orkulindir vorar, mannlega talaö, trúmenskan viö vilja Guðs og elskan til hans, eru langt frá því aö hafa þann kraft, sem þær hafa þar sem kirkja Jesú Krists er bezt lifandi. Löngunin eft- ir þvi aö gjöra allan heiminn kristinn, er ekki lifandi eldur nema í svo fáum sálum enn sem komið er. Hvítasunnu áhuginn fyrir því að frelsa sálir, er ekki til nema í einstaka sál. Vakning trúarlífsins í hjartastað, er vor allra mesta þörf. Lifandi kristindómur og áhugi fyrir trúboði, hljóta ávalt að vera samferða, og sannur trúboðsandi þekkir engin viljatakmörk. Krist- inn maður getur ekki útilokað heiðingjatrúboöið frá trúboðshug- sjón sinni. Gamalmennaheimbiliö, Betel, minnist eg að eins á. Það mál átti greiðan aðgang að íslendingshjartanu, svo tæpast þurfti meira en stjórna því vel og segja fólki frá því. Það hefir átt og á frá- bæra, hjálpsama, drenglynda, góöa vini, en líklegast hefir ekkert annað eins stutt aö velgengni þess eins og það, hve frábærlega vel því hefir verið stjórnað og nærri óviðjafnanlega vel um gamla fólk- ið annast. Það er eins nauðsynlegt að unna Betel eins og öðrum starfsgreinum vorum, en það virðist auðveldara að unna því, en flestu öðru af því, sem vér höfum reynt, svo það snertir tæpast um- talsefni vort. Alt öðru máli er að gegna með Jóns Bjarnasonar. skóla. Frá því fyrsta að minst var á það mál, og fram á þennan dag, hefir það kveðið við, að hann væri óþarfur, vegna þess, að nóg væri af öðrum skólum. Það er höndin, sem þar hefir talað, en ekki hjartað, hönd- in, sem átti að gefa. Margt annað hefir komið fyrir, sem skapað hefir erfiðleika. Það má segja, að þar sem Betel hefir orðið fyrir stórum, óvæntum höppurn, hefir skólinn orðið fyrir ófyrirsjáanleg- um óhöppum. Þrátt fyrir alt þetta, þrátt fyrir tiltölulega miklu meiri kostnað, er á honum hefir hvílt en Betel, þrátt fyrir sára erfið- leika landsfólksins, þrátt fyrir nístandi kulda, eða þá hálfvelgju all- margra, er það líklega einkennilegasta atriðið í sögu Vestur- íslendinga, að skólinn hefir lifað í tólf ár. Þeir menn eru margir, sem einblína á erfiðleika og óvinsældir þessa máls og vilja ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, með því að láta skólann deyja. Einni spurningu viðvíkjandi þessu máli vil eg leitast við að

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.