Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1925, Qupperneq 19

Sameiningin - 01.07.1925, Qupperneq 19
209 lögmál, aö foreldrarnir skuli veita börnunum sínum alt þaö bezta, sem þau eiga og geta látið þeim í té, og kirkjan og ríkiö eru skyldug aö aöstoöa þá á allan hátt, eftir því sem unt er, i þessu þýöingar- mesta verki mannkynsins. í daglegu tali gjöra menn greinarmun á uppeldi og mentun. í>aö er sagt, að forleldrarnir annist uppeldiö, en ríkiö og kirkjan mentunina; rikiö hina veraldlegu, en kirkjan hina andlegu mentun; en í raun og veru er þetta alt samferöa, styöur, ef rétt er 4 haldið, aö hinu sama: að búa unglinginn undir nytsemdarstarf lífsins. Ríkiö og kirkjan leggja hönd á uppeldi barnsins, bæði líkama þess og sál, og sannir foreldrar leggja rækt við mentun þess, þ. e. aö segja: þroskun andans. Þaö gjöra þau meö margvíslegri fræöslu, sem þau veita, stundum meö beinni bóklegri tilsögn, en oftar meö því að kenna þeim aö vinna ýms verk. Mentagildi þess fyrir and- legan þroska unglingsins, að læra að vinna verk vel, er ekki ætið rnetið, en fátt er áhrifameira á mentunarleiðinni, en einmitt það, að læra að vinna verk vel: með samvizkusemi, nákvæmni, athugun. Ekkert mál í heiminum getur kristindómurinn talið sér óvið- komandi, sízt af öllu uppeldismálin. Andi Jesú Krists er ljós heimsins. í öllum greinum, andlegum og veraldlegum, á hann að lýsa. Ekkert ljós annað getur eins vel lýst foreldrum, riki og kirkju i uppeldi og mentun, eins og kristindómurinn. Ekkert þekkj- um vér, sem eins göfgar anda mannsins, eins og það, að vera grein á hinum “sanna vínviði.” Hann sagðist og sjálfur vera ljós heims- ins. Ef vér segjumst fylgja honum, er hann þá ekki orðinn leiðar- ljós vort á allri lífsleiðinni? Hvernig getur hann lýst oss alla æfi, ef hann er ekki leiðarljós vort á mentabrautinni ? Þetta, sem sýnist að vera eðileg og sjálfsögð niðurstaða, rekur sig samt á verulegan þröskuld, þegar til framkvæmdanna kemur. 1 þessu landi er engin rikiskirkja. Trúarbragðafrelsi er undir- stöðuatriði í þjóðfélaginu, sem ekkert má hagga. Rákinu er algjör- lega bægt frá því, að kenna í skólurn sínum nokkur trúarbrögð. Það verk vinnur enginn nerna kirkjan og önnur trúarbragðafélög, ef þau eru til. Allir kristnir menn mundu samnrála um það, að þetta verk eigi kirkjan að vinna, og að þess verði ekki krafist af rikinu. En hvernig? Sumir munu svara: hún gjörir þetta í sunnudagsskólanum; en eg svara: hún gjörir það þar og allsstaðar annars staðar, þar sem dyr opnast fyrir starf hennar. Ef hún gjörði það ekki, væri hún bæði heirnsk og meistara sínum ótrú. Að kirkjan annist alla mentun frá lægstu tröppu til hinnar hæstu, getur ekki komið til nokkurra mála. Engin kirkjudeiid gjörir kröfu til þess, að rómversk-kaþólsku kirkjunní undanskilinni. Frá sjónarmiði mótmælenda væri það jafn-ranglátt af rikinu að krefjast þess af kirkjunni, eins og fyrir kirkjuna að heirnta það af ríkinu,

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.