Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1925, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.07.1925, Blaðsíða 23
213 Kristur verði ávalt fyrir oss, kirkjufélagsmenn, skýstólpinn, sem vísar oss veg í hádegishita meðlætisins, og eldstólpinn, sem vér fylgjum í náttmyrkri hörmunganna. Þá er engin hætta á að vér veröum þær bleyður, aö ráðast á- valt á garðinn, þar sem hann er lægstur. -------o------ Bréf frá Cornell. 325 Pleasant St., Ithaca, N. Y., 10. júlí 1925. Síöan aS orS fóru síSast okkar á milli, hefir sitt af hverju borið á daga, en engin stórtíSindi, nema ef kalla skyldi gifting mína, og þarf eigi aS fara um þann atburS mörgum orSum, þér munu þær fréttir alt löngu kunnar. Yfirleitt má eg segj-a, aS hamingjan hafi fylgt mér dyggilega. GuS hefir veriS mér frámunalega góSur. Eg hefi fyrir margt og mikiS aS þakka. Háskólavistin hér hefir þegar orSiS mér hin þýSingarmesta og notadrýgsta. ÞaS er hærra til lofts og víSara til veggja í hugsana- heimi mínum, en nokkru sinni áSur. Starf mitt meSal annara náms- manna erlendra hér viS skólann hefir mjög stutt aS því, aS auka víS- sýn mína og dýpka samúSina meS öllum mönnum. Oft koma mér í hug orS rómverska skáldsins forna, en þau eru eitthvaS á þessa leiS: “Eg er maSur, og því er mér ekkert mannlegt óviSkomandi!” Sann- indi þeirra orSa verða vart í efa dregin. “Á eg aS gæta bróSur míns ?” Mér finst oft, aS hægt sé aS skipa mannkyninu í tvo flokka, eftir því hvort þeir svara þeirri spurning neitandi eSa játandi. Eg hygg, aS okkar unga fólki hinnar 20. aldar sé brýn þörf á því, aS hljóta þannig lagaöa mentun, sem gefur okkur þetta tvent: meiri and- lega víSsýni og næmari samúS meS öllum samferðamönnum lífsins, gerir okkur færari um og viljugri aS fórna því bezta, sem viS eigum í þarfir mannkynsins í heild sinni, hvar sem starfsviSiS er. Þetta hefir veriS sem brent inn í huga minn í seinni tíS, einkum fyrir á- hrif frá ræSum og viötali viS hinn ágæta forseta Cornell háskóla, Dr. Livingston Earland, sem er hipn mesti frömuSur mentunar og menningar og mælskumaSur mikill. Hann heldur vart ræðu til nem- enda sinna, svo aS hann minni þá eigi á, aS sönn mentun sé í því fólgin, aS búa sig sem bezt undir aS vinna þjóöfélagi sínu og þar meS heirni öllurn af ósérplægni og fórnfýsi, meS öðrum orðum, aS gera þá aS sannari mönnum og konum, en eigi aS eins hitt, aS kenna þeim einhverja atvinnugrein, svo að þeir geti aflaS sér og sínum auðs og þæginda, þó sú hliS þessa máls sé eigi þar meS fyrir borS borin. Þannig markar hann stefnu skólans í fræSslumálum, enda er holt andlegt andrúmsloft hér í Cornell. Frjálslyndi og víösýni einkendi stofnendur skólans og eiga hér enn höfuSból. “Eg vil

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.