Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1925, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.07.1925, Blaðsíða 24
214 koma á fót mentastofnun, þar sem hver maður getur fengið fræðslu í hverri grein, sem vera skal,” voru einkunnarorS frumstofnandans, Ezra Cornell; þau sýna vel hugsunarhátt hans og þeim hefir veriö og er fylgt, þó eigi í of þröngri bókstafsmerking. Á litlu meir en hálfri öld hefir skólinn vaxiS svo, að hann er nú i allra fremtsu röð og meðal hinna stærstu. Sækja hingaS nemendur hvaðanæfa; í vetur voru hér stúdentar frá 40 löndum heims, og öllum kynflokkum og trúarskoðunum. Hásólinn telst eigi fylgja neinni sérstakri kirkju- deild aS málum, en öll helztu kirkjufélög kristninnar hafa hér presta, og getur hver sótt sína kirkju. Finst mér mikil kirkjurækni meðal stúdenta og auðugt trúarlíf. Fjarri því, aö hér sé nokkurt guð- leysi. Fögur kapella var háskólanum gefin fyrir allmörgum árum, og eru fengnir þangaö hinir fremstu prédikarar og guSfræSingar lands- ins. Gefst oss nemendum þannig ágætt tækifæri til aS heyra þá og kynnast þeim. Slíkt er ástandiS i trúmálum hér og aldrei sá eg meiri samvinnu eSa ríkari bróSurhug en milli hinna ýmsu kirkjudeilda hér í borg. — í slíku umhverfi er ungu fólki gott að vera. Því lær- ist umburSarlyndi og sanngirni, hver sem í hlut á. Þá var og háskólinn hér einn hinn fyrsti aS veita aSgang jafnt konum sem körlum til æSra náms, og er þaö enn. VirSist þaS vel gefast. — Eitt er þaS, sem mjög ber á hér viö skólann, eins og viS aSrar mentastofnanir í þessu landi, en þaS er þetta: Fjöldinn all- ur af námsfólkinu vinnur fyrir sér, aö meiru eSa minna leyti, á námsárunum, meS þvi aS bera á borS eöa ganga um beina i heima- vistum og matsöluhúsum, eSa meö ýmsu öSru móti. Þeir eru eigi all- fáir, sem sjá sér bæSi fyrir fæSi og húsnæSi meS þeim hætti alla sína námstíS. MeS þessum hætti afla margir fátækir sér mentunar, sem annars færu hennar á mis. AuövitaS verSa þeir að spara og léggja hart aS sér, en árangurinn er viröi allrar baráttunnar, þaS veit eg af eigin reynslu. Og gleöilegt finst mér, aö allur þorri manna lítur meS virSingu til þeirra nemenda, sem þannig eru af sjálfsdáS- um aS k'lífa brattann. MeS sanni má segja, aS hver heilbrigSur unglingur geti aflaS sér hér æSri mentunar, ef fullur vilji er á, og er þaS óvíSa aS svo sé í garðinn búiS, og fyllilega hygg eg, aS svo mætti um hnútana búa annars staöar. Sem vera ber, spyrja menn hér fremur eftir manngildi en ætterni, enda gefur þaS eigi “durgn- um gildi manns, þó Golíat sé afi hans.” Svona er þá andlega umhverfiS hér viö háskólann, en náttúr- an og mannshöndin hafa prýtt grendina svo aS leit er á meiri fegurS. EandslagiS hið fjölbreyttasta, meS skógivöxnum hæSum og dölum, fossum og lækjum, en viö fætur blómgra hlíSanna hvilir Cayuga- vatn og speglar á lygnum sólskinsdögum alt nágrenniS. Þaö minnir mig eigi ósjaldan á fjörSuna heima. Byggingar eru hér margar og fjölgar óöum. Nýlega bættist í

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.